Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 3
„Johannes Kriiss“ er togari, 56 metra
langur. Hann er stærsta fiskiskipið, sem
Carl Kaampf í Bremerhaven gerir út.
Skipið var smíðað hjá Werk Seebeck í
Bremerhaven og var sjósett 1956.
Ef litið er til baka, þá má segja, að
þessi togari sé síðasti hlekkurinn í keðju
þeirrar þróunar fiskiskipa ,sem nú er að
syngja sitt síðasta. Útgerðarmenn, skipa-
smíðastöðvar og skipaverkfræðingar höfðu
lagzt á eitt í því skyni, að srníða fiskiskip,
er að stærð og gerð fullnægði hinum
ströngustu kröfum.
Næsta stig þróunarinnar verður í nán-
ustu framtíð, að byggð verða hin full-
komnustu verksmiðjuskip, þar sem hrá-
efnið, sem aflað er úr sjónum, verður
fullunnið til sölu.
Við byggingu togarans var kappkostað
að sameina hraða og traustleik og sjó-
hæfni. Fisklestar voru hið bezta úr garði
gerðar. íbúðir skipverja voru vistlegar og
rúmgóðar.
Kom þá meðal annars til kasta ráða-
manna, hvort skipið skyldi vera gufuskip
eða dieselskip og var síðari kosturinn tek-
inn.
Það er ekki einungis, að vélar skipsins
o<z fyrirkomulag í vélarrúmi sé af full-
komnustu gerð, heldur eru tæki öll í
brúnni hin fullkomnustu og svara á allan
hátt fyllstu kröfum tímans. Þar með er
yfirmönnum togarans fengin í hendur hin
fullkomnustu hjálpargögn, er sækja þarf
á hin fjarlægu mið við Grænland og Ný-
fundnaland, svo og við leit að nýjum
fiskimiðum.
Meðal annars eru tvö radartæki um
borð, einn Decca-radar, sem er nauðsyn-
legur í dimmviðri, og er hætta gæti staf-
að af ís. Þá er Kelvin-Hughes-radar, sem
gegnir sama hlutverki. Auk þessa hefur
togarinn Loran-tæki, sem er hið nauðsyn-
legasta við staðarákvarðanir við Grænland
og önnur fjarlæg veiðisvæði. Þetta tæki,
er vinnur í sambandi við amerískar sendi-
stöðvar á íshafssvæðinu.
Dýptarmælirinn í „Johannes Kruss" er
mjög fullkominn. Hafsbotninn og fiskitorf
ur eru sýndar með línuriti og er hægt að
lóða niður á 500 metra dýpi. Auk þessa
er annar dýptarmælir af venjulegri gerð
í skipinu.
Loftskeytatæki er fyrir samband við út-
lönd og stuttbylgjusamband. Hátalara-
kerfi er í togaranum, er gerir það að verk-
um, að skipstjórinn á stjórnpalli getur náð
beinu sambandi við hvern einasta skip-
verja.
Nú mundi kannske margur leikmaður
spyrja: „En hvernig í ósköpunum má það
ske, að svo dýrmætum og margbrotnum
tækjum skuli vera troðið um borð í skip,
sem stundar eingöngu fiskveiðar?"
Þessu er til að svara, að fiskiskip, sem
er búið til veiða í úthöfum, verður ekki
aðeins að vera gott sjóskip, heldur verð-
ur það umfram allt að vera þannig úr
garði gert, að þar sé gott að vinna og skip-
ið búið fullkomnum öryggistækjum. Ann-
að gildir ekki fyrir^kip, sem stunda fisk-
veiðar í norðurhöfum í svo til öllum veðr-
um.
Sannleikurinn er sá, að því aðeins getur