Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Qupperneq 4
4 Nýtt S O S
verið að vænta góðs árangurs af þesshátt-
ar veiðiferðum, að skipið sé búið nýtízku
tækjum og allt sé hagnýtt sem bezt. Þetta
er sameiginleg reynsla skipasmíðastöðv-
anna, útgerðarmanna og skipstjóra.
Kjörorðinu „Öryggið umfram allt“ var
fylgt út í yztu æsar, er Johannes Krúss
var byggður. Aðbúð skipshafnarinnar
skyldi líka vera svo góð, sem á yrði kos-
ið. íbúðir skipstjóra, stýrimanna og ann-
arra skipverja voru aftur á skipinu. Ur
þessum vistarverum öllum er innangengt
á stjórnpall.
Þegar skipið er á leiðinni á fiskimiðin
eða heim, þurfa skipverjar ekki að stíga
fæti sínum á opið þilfar. Er það mikil
framför frá hinum eldri og minni fiski-
skipum, þar sem hásetar, netamenn og
vélamenn hafa sínar íbúðir framú skip-
inu.
Það er ómetanlegur kostur, þegar haldið
er á fjarlæg fiskimið á norðurslóðum, að
hafa heldur þetta fyrirkomulag.
Tökum til dæmis matmálstímana, hve
þægilegt er fyrir menn að fara úr káetun-
um inn í matsalinn, en á öðrum fiskískip-
um verður matsveinninn oft að leggja
sig í hættu til þess að koma matnum fram
í til hásetanna.
f veiðiferðum á hin fjarlægu fiskimið
á norðurslóðum hefur þetta fyrirkomulag
ómetanlega kosti. Áður fyrr var nær ein-
göngu veitt á Norðursjónum, en nú er
sótt á hin fjarlægustu mið og nýrra miða
er stöðugt leitað. Þetta veldur því, að
veiðiferðirnar verða miklu lengri en áð-
ur. Og oft og tíðum er siglt um svæði,
þar sem stormarnir geisa og skipið liggur
undir sífelldri ágjöf.
Fjarlægustu fiskimiðin, er Þjóðverjar
sækja á nú, eru undan austurströnd Labra-
dor. Þangað eru 2420 sjómílur frá Brem-
erhaven. Þetta er sjö til átta sólarhringa
sigling og fer nokkuð eftir því, hve mikið
ísrek er við suðurodda Grænlands. Veiði-
tíminn er venjulega um 10 sólarhringar.
Framtíðin sker úr því, hvort einnig
verður að leita á fiskimiðin við Nýfundna-
land, þar sem Bandaríkjamenn, Spánverj-
ar og Portúgalar hafa einir fiskað enn sem
komið er. Það mun hafa í för með sér, að
veiðiferðir, sem hingað til hafa staðið 24
sólarhringa gætu staðið 40 sólarhringa. Og
þá yrði að vera fyrir hendi aðstaða til að
salta fiskinn.
Togarinn Johannes Krúss hefur öll skil-
yrði til þess að sækja á þessar veiðislóðir
við Nýfundnaland. Skipið getur haft 30
sólarhringa útivist. Olíugeymarnir taka
220 tonn. Togarinn notar 7 tonn af
brennsluolíu á sólarhring. Ganghraði hans
er 13 mílur og getur hannn því farið 312
sjómílur á sólarhring.
I því tilfelli, að togari þessi verði send-
ur á veiðar við Nýfundnaland, er sá mögu-
leiki fyrir hendi að hann taki olíu til við-
bótar annaðhvort í St. Johns á Nýfundna-
landi eða í frönsku nýlendunni St. Pierri
de Miquelon, sem liggur við suuðvestur-
odda Nýfundnalands.
En þegar halda skal á þessar fjarlægu
slóðir við Grænland og Nýfundnaland,
verður að athuga eitt mjö mikilsvert at-
riði: Veiðin hvern sólarhring verður að
vera það mikil, að skipið fyllist fljótt,
svo unnt sé að hefja heimferðina sem allra
fyrst. Þetta þýðir, að þessar veiðiferðir
svara því aðeins kostnaði, að fiskigengd sé
mikil.
Við höfum nú lesið nokkuð um togar-
ann Johann Krúss og búnað hans til fisk-
veiða á fjarmiðum. Þó mætti bæta ýmsu
við, er leikmönnum mætti verða til nokk-
urs fróðleiks.