Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 7
Nýtt S O S 7
heldur þeim föstum. Og kannske seiðir
það þrátt fyrir allt og án þess, að menn
geri sér það fyllilega ljóst. Sjómennirnir
hafa kannske seltuna í blóðinu. Þeir verða
að geta andað að sér saltri hafgolunni.
Hvernig væri annars hægt að skýra það, að
alltaf fara menn aftur til sjós, fylgja skipi
sínu hverja veiðiferðina af annarri.
Svo er og með þá 23 sjómenn, sem nú
leggja enn einu sinni á hafið á Johannes
Krúss.
Dagarnir á sjónum líða án teljandi við-
burða. Vöktum er skipt, hvíld og vinna
á víxl.
Á vaktinni undirbúa menn veiðarfærin
fyrir komandi daga við Grænland. Þegar
veiðin hefst verður hvíldartíminn ærið
takmarkaður, ekki sízt ef varpan rifnar
eða eitthvað annað fer úr skorðum.
Einn þessara dag stefnir Johannes Kruss
norður sundið milli Shetlands og Orkn-
eyja út á opið Atlantshafið.
Klettabelti þessara tveggja eyjaklasa eru
heldur kuldaleg á að líta. Áhrifin, sein
þessi landsýn vekur, eru ekki beint upp-
örfandi. Manni gæti jafnvel dottið í hug
að skaparinn hefði verið í slæmu skapi og
kastað þessum klettaeyjum á haf út, af
því að hann hafi ekki vitað, hvað hann
ætti að gera við þær, og þá hafi hann grip-
ið þetta ráð.
Sjó þyngir mjög er norðar dregur. Öld-
urnar rísa hátt yfir þilfarið og togarinn
er nú undir stöðugri ágjöf.
Hásetarnir á Johannes Krúss hafa fyrir
löngu farið í klofháu gúmmístígvélin og
olíustakkana.
Án slíkra hlífðarfata er óhugsandi að
vinna á þilfari. Ágjöfin mundi gera hvern
mann blautan inn að skinni á samri
stundu.
Enn er þetta allt saman forleikur. Svo
hefjast hinir löngu og ströngu dagar á
fiskimiðunum við Grænland, veiðidagar —
og nætur.
Þegar veiðiskapurinn hefst fyrir alvöru,
verða frívaktir í koju, reglulegir matmáls-
tímar og hlý og þurr föt fjarlægur óska-
draumur.
Veiðitúrarnir á miðin milli Grænlands
og Labrador eru mikil þolraun. Vinnan
er mjög erfið og framkvæmd við hin verstu
skilyrði, í bitrum kulda og bleytu, í ís
og snjó; hendurnar verða vatnsósa, stífar
af kulda og saltið étur sig inn 1 holdið, ef
skráma kemur á hörundið. Veiðitækin eru
erfið í meðförum, en verst er, ef eitthvað
fer aflaga, sem oftast skeður þá er verst
gegnir.
Og sjómennirnir eru ekki í skapi til að
syngja sálma meðan þeir eru að tosa
hverju halinu eftir annað upp úr dimmu
djúpi hafsins. Þetta er miskunnarlaust líf
og það mótar skapið.
Ægir sýnir enga linkind. Hann situr um
að hremma menn og skip. Það er takmark
hans og því nær hann of oft.
Og með hverri sjómílunni færist Jo-
hannes Krúss nær þessu ísavíti, sem um-
lykur Grænlandsstrendur.
o O o
Tosarinn er nú taddur skammt undan
Hvarfi við suðurodda Grænlands.
Grænland er stærsta eyja Evrópu. ís-
lendingurinn Eiríkur rauði fann Græn-
land árið 900.
Johannes Krúss lét úr höfn í Bremer-
haven 23. janúar. Nú er föstudagur 30.
janúar.
Rétt í þessu var stýrmaðurinn að ljúka
við að skrifa í dagbókina. Hann Jes yfir
það, sem hann hefur skrifað:
Klukkan 06,00, vindur austan 3—4. Lojt-
vog 1004. Stýrð stefna 270°, drift i°, rétt-