Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Page 20
20 Nýtt S O S
7. febrúar líður að kvöldi.
Og nýr dagur rís úr djúpi fimbulvetrar-
ins. Og nú vex storminum ásmegin. Veiði-
tækin sópast fyrir borð. En í þvílíkum veð-
urham er ógerlegt að ná inn vörpunni.
8. febrúar líður líka að kvöldi, langur
dagur og ömurlegri en orð fá lýst. Aldrei
er mönnum ljósara en á slíkum dögum,
hve varnarlausir þeir eru gegn ofurveldi
náttúruaflanna þrátt fyrir alla tækni nú-
tímans.
Þann 9. febrúar slær ógnarhrammur
Norðra þyngri högg en nokkru sinni fyrr.
Mikill sjór brotnar á þilfarinu. Lestar-
hlerar á aftari fiskilest sópast af. Þetta er
stórhættulegt, því viðbúið er, að sjór
streymi niður í lestina þá og þegar og
mundi þá óþarft að spyrja að leikslokum.
Þetta verður því að koma í veg fyrir, hvað
sem það kostar.
Tveim hásetum er falið að byrgja lestar-
opið. Þeir verða að fara út á þilfarið, sem
liggur undir stöðugri ágjöf. Það dylst eng-
um, að þetta er stórhættulegt verk.
Það veit líka annar stýrimaður, Rudi
Adebahr, sem er yfirmaður á vaktinni.
Það er orðið svo dimmt, að hann getur
ekki fylgzt nákvæmlega með hásetunum,
sem eiga að vinna verkið.
Honum bregður því í brún, er hátt
hróp yfirgnæfir stormhljóðið: „Maður fyr-
ir borð!“
Stýrimaðurinn hleypur út á þilfarið og
reynir að kasta út bjarghring. En nú er
komið um 60 sentimetra þykkt íslag . á
skipið allt og bjarghringurinn er frosinn
fastur. Það tekur því stýrimann nokkra
stund að plokka hann lausan með hnif.
Loks fær liann þó kastað hringnum.
En kaðalendinn á hringnum hefur skor-
izt sundur, er stýrimaðurinn var að losa
hringinn.
Adebahr stýrimaður varpar hringnum
fyrir borð. Voigt liáseti nær hringnum, en
hann og félagi hans, Redlinghöfer að
nafni, fóru báðir fyrir borð, er sjór. reið
yfir þar sem þeir voru að vinna við lest-
ina á glerhálu þilfarinu.
En þar sem taugin milli bjarghringsins
og skips hafði skorizt sundur, ber Voigt
fljótt nokkuð frá skipinu. Adebahr stýri-
maður kastar þá öðrum bjarghring og nú
var taugin lieil.
Voigt háseti fær einnig náð þeim hring.
Það á því að vera öruggt um björgun
hans.
Aftur á móti ber Redlingshöfer allangt
frá togaranum. Hann reynir þó að koma
í veg fyrir, að hann fjarlægist skipið, en
það er liægara sagt en gert í ölduróti og
ísköldum sjónum. Hann hrópar hátt á
hjálp.
Þá, er hásetarnir féllu fyrir borð, var
vindur 9—10 stig. Sjávarhiti var um frost-
mark. Lofthiti var hinsvegar um ein
gráða.
Þegar þetta skeði var skipið ,á drjúgri
ferð undan vindi.
í æsingu augnabliksins, eins og oft vill
verða, hafði Adebahr stýrimaður gleymt
að láta stöðva vélina.
En einmitt þessi gleymska stýrimanns-
ins eða yfirsjón hafði orðið til happs, því
hefði vélin verið stöðvuð tafarlaust, mundi
mennina hafa borið enn lengra frá skip-
inu.
Sierck skipstjóri fór á stjórnpall strax
og slysið varð. Paukstadt, fyrsti stýrimað-
ur, er líka kominn á þilfar. Hann stendur
í hópi annarra skipverja, reiðubúinn að
bjarga, sé þess nokkur kostur.
En það er lítið unnt að gera annað en
bíða átekta.
Það er auðséð, að Voigt er fullkomlega