Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Page 23
Bremen afhenti Albert Sierck skipstjóra
og fyrsta vélstjóra, Georg Kohrt, stórkross
Sambandslýðveldisins. Rudolf Nejedlo,
loftskeytamaður, var einnig sæmdur heið-
ursmerki. Allir aðrir skipverjar voru og
sæmdir heiðursmerkjum.
o O o
í undirrétti í Bremerhaven var lögð
fram skýrsla Siercks skipstjóra um þessa
síðustu ferð frá Bremerhaven til Græn-
lands. Það skeði 17. febrúar 1959.
Sierck skipstjóri kemst m. a. svo að orði
í skýrslu sinni:
„Þann 30. janúar 1959, um klukkan
21,42, komum við á slysstaðinn, svo að
segja í sama mund og loftskeytamaðurinn
tók á móti tilkynningu um, að skipið
væri að sökkva.
Loftskeytamaðurinn afhenti mér skrif-
lega tilkynningu um stöðu Hans Hedtoft.
Þegar neyðarkallið barst, sat ég að kvöld-
verði, en fór þá tafarlaust á stjórnpall og
var þar unz við vorum látnir hætta leit-
inni.
Þann 31. janúar, um klukkan 9, komum
við inn í ísasvæðið. Jakarnir voru yfirleitt
ekki stórir, en inni á milli voru nokkrir
svo sem tíu til fimmtán metra upp úr
sjó. Allt í einu rakst sfefni togarans á
jaka, sem var um fimm metra upp úr sjó.
Áreksturinn var talsvert harður, en eng-
inn leki kom að togaranum. Meðan á leit-
inni stóð vorum við að sjálfsögðu með full
ljós og alla ljóskastara kveikta. Skipið hef-
ur einn stóran ljóskastara á miðunarþil-
fari og nokkra minni, sem eru á stjórn-
palli og þilfari.
Johannes Krúss hafði gúmmíbáta innan-
borðs. Okkur var sagt, að Hans Hedtoft
hefði líka haft slíka báta.
Við sáum Hans Hedtoft aldrei. Hins
vegar sáum við á reki hlerabút um tvo og
----------------------Nýtt S O S 23
hálfan metra á einn veginn og einn og
hálfan metra á hinn. Það er 4kki ólíklegt,
að þessi plankabútur hafi verið úr skipinu.
Önnur hlið hans var máluð ljósgrá, en
hin var ómáluð. Því miður tókst okkur
ekki að ná inn bút þessum. Eg get ekki
fullyrt, að hann hafi verið úr Hans Hed-
toft.
Fjarlægðin milli skipanna var í fyrstu
25 sjómílur. En við þá gátum við ekki
siglt með fullri ferð sökum ísreks svo ferð-
in tók okkur þrjár klukkustundir.
Loftskeytamaðurinn okkar sendi nauð-
stadda skipinu þau boð, að það skyldi
skjóta á loft hvítleitum rakettum, ef unnt
væri þá að greina hann úr nokkurri fjar-
lægð. Við sáum aldrei nein ljósmerki frá
skipinu, enda þótt við gerðum okkur sér-
stakt far um að skyggnast eftir þeim. Eg
hafði einnig gefið merki með sterkasta
Ijóskastara okkar með því að beina ljós-
keilunni í ýmsar áttir og beint upp. Eg
lét spyrjast fyrir um, hvort menn á Hans
Hedtoft hefðu séð þessi merki okkar, en
svo var ekki. Þó gat fjarlægðin milli okk-
ar þá ekki verið meiri en þrjár sjómílur.
Eg bað loftskeytamanninn á Hans Hed-
toft að miða með loftskeytamiðunartækj-
um sínum á Prins-Christiansund og láta
gefa mér upp gráðatölur og hið sama ætl-
aði ég að gera. Eg ætlaði þá með því að
bera saman tölurnar að reikna út fjar-
lægð okkar frá hinu nauðstadda skipi.
Þetta gerði ég, og það var líka gert á Hans
Hedtoft. Við skiptumst á þessum tölum
okkar. Það kom í Ijós, að fjarlægðin var
ekki nema þrjár til fjórar sjómílur.
Eg vil taka það sérstaklega fram, að stað-
arákvörðun er erfið á slyssvæðinu. Við
höfðum að vísu Lorantæki um borð, en
það er hætt við skekkjum vegna lofttrufl-
ana.