Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 24
24 Nýtt S O S
Eftir móttöku neyðarkallsins breyttum
við stefnu oíkar, sem var 320 gráður rétt-
vísandi. Skömmu síðar fengum við mið-
unarmerki frá Hans Hedtoft og breyttum
þá stefnunni á 226 gráður réttvísandi.
Við miðuðum Hans Hedtoft fjórum
sinnum og höguðum stefnu okkar í sam-
* ræmi við þær miðanir. Stefnan var milli
215—226 gráður. Við höfðum farið á þess-
um miðunargeisla rúmar 20 sjómílur.
Við hefðu getað án áhættu fyrir okkur,
tekið um borð alla áhöfn og farþega á
Hans Hedtoft. Loftskeytamenn beggja
skipanna höfðu skipzt á orðsendingum um
hvernig björgunarstarfinu mundi hagað í
öllum aðalatriðum.
Allan tímann, meðan leitin stóð yfir,
var brúarvakt hjá okkur þannig skipuð:
Auk mín var þar annar stýrimaðurinn,
ennfremur þrír hásetar og þrír menn á
varðbergi uppi. Framá var ekki hægt að
hafa menn sökum illveðurs. Frost var fjór-
ar gráður og stöðug ágjöf.
Ratsjáin var alltaf í gangi og athuguð að
staðaldri. Við töldum okkur hafa séð dökk-
an blett á ratsjárskerminum og stefndum
á hann, enda var hann í beinni stefnu
á leið okkar til Hans Hedtoft. En þetta
reyndist vera stór ísjaki. Þetta mun hafa
verið nokkru fyrir klukkan 21,42.
Við komumst því aðeins leiðar okkar,
að við gerðum stöðugar athuganir í rat-
sjá til beggja handa. Þegar við sáum mik-
inn í framundan, urðum við að sveigja
fyrir hann.
Sterki ljóskastarinn okkar kom í góðar
þarfir. Þrátt fyrir myrkur og snjókomu
lýsti hann upp 2—300 metra leið fram-
undan.“
Hér lýkur skýrslu Siercks skipstjóra.
o O o
Johannes Kriiss var, að lokinni þessari
sögulegu ferð, settur í skipasmíðastöð til
viðgerðar. Hafði togarinn dælzt allmikið
við það að rekast á ísjakann og var von-
um betur sloppið.
Þá er einhver ininntist á þessar skemmd
ir á skipinu við eiganda þess, Helmuth
Kámpf, fórust honum orð á þessa leið:
„Þetta er ekki til þess að hafa á orði.
Á sjó gera menn allt, sem í þeirra valdi
stendur til þess að bjarga þeim, sem í
háska eru staddir. Á morgun er það ef til
vill okkar skip og menn, sem þurfa á hjálp
að halda."
ENDIR.
EFTIRMÁLI.
Aðfaranótt miðvikudags 7. október s. 1.
rak bjarghring úr Hans Hedtoft á land í
Grindavík. Hringurinn er óskemmdur og
greinilega merktur HANS HEDTOFT,
KÖBENHAVN.
Magnús Hafliðason, bóndi á Hrauni í
Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, fann
hringinn. Er hann kom út um morgun-
inn ,sá hann hvar glampaði á eitthvað
hvítt í fjörunni. Hann gekk þá út með
fjörunni og fann óskemmdan björgunar-
hring á malarkambinum. En um nóttina
hafði verið mikið rok á suðaustan og brim,
en logn um morguninn. Magnús hafði
hringinn heim með sér, en um kvöldið
hafði hann orð á því við bílstjóra á áætl-
-unarbíl Grindvíkinga, að hann hefði
fundið björgunarhring merktan Köben-
havn. Bílstjórinn sá þegar í stað, að hring-
urinn var af Hans Hedtoft. Bílstjórinn
sagði Henry Hálfdánarsyni, framkvæmda-
stjóra Slysavarnafélags íslands frá þessum
merkilega fundi, en Henrý bað Magnús
bónda að hafa hringinn með sér, er hann
yrði næst á ferð í Reykjavík.