Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 25
Hringurinn er með öllu óskemmdur þótt liann hafi velkst á hafi í níu mán- uði. Nokkrar skellur eru komnar í rauða litinn, en áletrunin ómáð. Á tveim stöð- um má greina, að eitthvað hafi höggvizt í hringinn og skeljahröngl að byrja að setjast á kaðalinn, sem er annars alveg heill. Enginn spotti er í hringnum og tóið hvergi slitið, og er því líklegast, að hring- urinn hafi verið leystur frá skipinu, en ekki slitnað frá því. Magnús bóndi á Hrauni er 69 ára gam- all, fæddur og uppalinn á Hrauni. Hann segir, að reki sé oft mikill á Hraunsfjöru, en mest hafi rekið á stríðsárunum. Fjaran liggur vel við reka, því hún er fyrir opnu hafi. Bjarghringir eru mjög léttir og telur Magnús líklegast, að hring- urinn af Hans Hedtoft hafi borizt fyrir í suðurátt undan norðanáttinni í vetur, en svo uppundir suðurströndina í vestanátt- inni og loks skolað upp undan suðaustan- áttinni. Þá er þess að geta, að laugardaginn 24. október. s. 1. fannst annar björgunarhring- ur af Hans Hedtoft. Þennan morgu fóru bændur í Fagradal á Hjörleifshöfðafjöru, sem er á Kötlu- tanga beint suður af Hjörleifshöfða. Sáu þeir eitthvað hvítleitt liggja á fjörusand- inum ofarlega. Gáfu þeir þessu ekki gaum í fyrstu, en héldu áfram austur fjöruna í jeppa. Á vesturleið fundu þeir nokkrar netakúlur. Fóru þeir nú að aðgæta þenn- an hvítleita hlut, og er þeir gættu betur að sáu þeir, að þetta var bjarghringur. Var engin áletrun á þeirri hlið hringsins, er upp snéri. En á hinni hliðinni, er niður snéri, stóð HANS HEDTOFT, KÖBEN- HAVN. Hringurinn var allmáður, en á- letrun þó vel læsileg. Ekkert annað fannst. -----------------------Nýtt S O S 25 sem líklegt mætti telja, að væri úr Hans Hedtoft. Hringurinn hafði höggvizt á nokkrum stöðum og hafði skorizt talsvert á einum stað. Gæti þar verið um að ræða far eft- ir granna línu, sem bundin hefði verið urn hann. Oft rekur ýmislegt brak á þessum slóð- um, t. d. bjarghringi og hluti úr skipum. Oft hafa fundizt flöskuskeyti, sem hefur verið varpað í sjóinn úti fyrir austurströnd Ameríku. Fyrir nokkrum árurn fannst flöskuskeyti, sem var varpað í sjóinn suður af suðurodda Grænlands. Það var rúma átta mánuði á leiðinni. Telja menn ekki ólíklegt, að fleira kunni að hafa rekið úr Hans Hedtoft við suðurströndina eða muni reka síðar, en víða er erfitt að kom- ast á fjörur, og þeir, sem lengst eiga að fara, vitja kannske ekki reka oftar en einu sinni á ári. SSSSSSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3SSS3SS2SSSS3SS3SSSSS£SSSSSSSSS£SSS£S£’ Nýtt SOS flytur eingöngu frásagnir af sönnum at- burðum. Flestar þessar frásagnir segja frá örlögum skipa og áhafna þeirra í baráttu við hamfarir náttúruaflanna. Sá, sem eign- ast ritið frá byrjun eignast strax vísi að sögu skipanna á hafinu. Nýtt SOS fæst enn frá byrjun og kostar með yfirstandandi árgangi kr. 220,00. — Gerist áskrifendur. Áskriftargjaldið er kr. 100,00, sem greiðist fyrirfram. Nýtt SOS Pósthólf 195. Vestmannaeyjum.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.