Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 26
26 Nýtt S O S
SOS — Við sökkvum!
Niðurlag.
„Er annars nokkuð að gera skipinu til
bjargar? spurði hann Copland.
Fyrsti stýrimaður svaraði, að hann teldi
það ólíklegt, en hann ætlaði samt enn einu
sinni að líta á skaðann. Hann fór um allt
skipið, en það tók hann ekki langan tíma
að komast að ákveðinni niðurstöðu: Ath-
enia var dæmd til tortímingar.
Það var kaldhæðni örlaganna, ályktaði
hann, að hefði tundurskevtið hæft aðeins
fjórum fetum framar, hefði hann getað
bjargað skipinu. Þá hefði verið hægt að
stöðva sjóstrauminn inn í skipið og draga
það til hafnar.
Þegar Copland hafði lokið athugunar-
för sinni, var aðeins einn björgunarbátur
eftir, nr. 7A, og hann var að því kominn
að vera fylltur að viðstöddum Cook skip-
stjóra, sem persónulega vildi fullvissa sig
um, að það gerðist án taugaæsings eða
upphlaupa. Það hafði verið létt að sýna
ró og virðlueik, meðan enn voru björg-
unarbátar eftir. Þegar síðasta bátnum væri
rennt á sjóinn, yrði útlitið annað, því það
var ekki pláss fyrir alla. En þrátt fyrir það
komu allir fram með ró og stillingu, og
sumir jafnvel veigruðu sér við að taka
plássið í bátnum fyrir öðrum.
Að lokum var síðasti báturinn fullskip-
aður við skipssíðuna, og eftir á þilfarinu,
í kringum Cook skipstjóra, stóð hópur
manna, 22 í allt, og störðu með sótug og
svitastorkin andlit út í myrkrið á eftir
bátnum ,sem rak frá.
Copland tilkynnti skipstjóranum, að
þessir 22 og Don loftskeytamaður í loft-
skeytaklefanum væru þeir einu, sem eftir
væru um borð.
23 menn á sökkvandi hafskipi, 250 sjó-
mílur frá næsta landi! Það voru einkenni-
legar tilfinningar, sem mærðust meðal
þessa litla hóps, sem stóð þarna yfirgefinn
á þilfarinu.
Cook skipstjóri gekk út að lunningunni,
setti kalllúðurinn fyrir munninn og reyndi
að kalla á einhvern hinna nærliggjandi
björgunarbáta. Hann vissi, að margir
þeirra, sem fyrst fóru frá skipinu, lágu nú
og ráku um ekki meir en hálffullir .
Að lokum kom bátur nr. 5, vélbátur frá
stjórnborðssíðu, nógu nálægt til að heyra
til hans. Gegnum kalllúðurinn gaf hann
foringja bátsins, öðrum loftskeytamanni
McRae, skipun um að fara til annarra
báta og losa sig við svo mikið af fólki, að
rúm yrði fyrir þá, sem eftir voru um borð
í Athenia.
McRae hvarf út í nóttina, en kom brátt
aftur og tilkynnti, að enginn af hinum
björgunarbátunum vildu taka fleiri far-
þega um borð.
Þá gaf Cook skipstjóri Portous þriðja
stýrimanni skipun um að taka við stjórn-
inni á bát nr. 5. Bátar, sem gátu rúmað
86 manns, ráku um úti í myrkrinu með
aðeins 50 innanborðs. Hvort sem þeir
kærðu sig um það eða ekki, skyldu þeir
taka á móti fleiri farþegum. Portous lét
sig renna á kaðli niður í bátinn, og far-
þegarnir fimm, sem enn voru um borð í
Athenia fylgdu honum.
í loftskeytaklefanum hafði Don fengið
fleiri svör við neyðarskeyti sínu. Klukkan