Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Page 28

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Page 28
28 Nýtt S O S bátunum, sem næstir voru olíuskipinu. Um sama leyti slokknuðu ljósin á Ath- enia. Hjálparvélin hafði ekki meira elds- neyti. Á bátunum, sem lengst voru burtu frá skipsflakinu, héldu menn, að ljósin hyrfu, vegna þess að loks hefði skipið sokkið. Bátarnir, sem næstir voru beindu allri sinni athygli að Knut Nelson. Raketturnar sprungu stöðugt í loftinu, og hin nálæga hjálp fyllti dauðþreytta mennina í bátun- um nýjum þrótti við árarnar. Þegar björgunarbátur nr. 5, sem Cook skipstjóri stjórnaði, kom fyrstur að norska olíuskipinu, höfðu Norðmennirnir þegar búið til björgunarstól, og voru tilbúnir að byrja á hinu vandasama og hættulega verki að ná máttförnu og nauðstöddu fólk- inu um borð. Anderssen skipstjóri á Knut Nelson bauð Cook skipstjóra velkominn, og bað hann að koma í brúna og hjálpa til við björg- unarstarfið. Bátur eftir bát náði til olíuskipsins. Háar, freyðandi öldumar börðu þeim ýmist hverjum við aðra eða við skipshlið- ina, en enginn skaddaðist. Samt sem áður lá hættan í leyni kringum olíuskipið, sem varð að halda skrúfunni í gangi, til þess að halda skipinu uppí. Fystu bátarnir voru þegar tæmdir, og þó var Athenia- harmleiknum alls ekki lokið. í yfirfylltum björgunarbát nr. 5A höfðu menn haft góða nótt eftir aðstæðum. Það hafði ekki reynst nauðsynlegt að standa í austri, og neyðarflugeldum ekki skotið ó- þarflega mikið. Það var ekki fyrr en að bátverjar komu auga á Ijósin á Knut Nel- son, að hásetinn Dillon, sem hafði stjórn- ina, gaf skipun um að senda á loft sex flugelda. Róðurinn til Nelson var allt annað en léttur. Meirihlutinn af bátverjum voru flóttamenn, og þrátt fyrir það, að þeir átta sem við árarnar sátu gerðu sitt ítr- asta, var árangurinn'vesæll. Það var ekki fyrr en kl. fjögur um nótt- ina, sem báturinn náði til olíuskipsins. Það var verið að bjarga farþegum úr bát nr. 12, og stóllinn fór marrandi stöðugt upp og niður. Ef nr. 5A legðist að ein- mitt nú myndi hann koma til með að verða aftastur í röð og koma til með að liggja ónotalega nálægt afturenda skipsins, þar sem skrúfan snérist stöðugt. Eina rétta væri að bíða, þar til bátur nr. 12 væri tómur. Þegar bátur nr. 5A kom að olíuskipinu, heyrðust aðvörunarhróp þilfari Nelson, um að þeir skyldu halda sig í hæfilesri fjarlægð, en bátverjar létu sem þeir heyrðu ekki aðvaranirnar. Eftirvæntingin eftir að vera bjargað um borð var svo mikil, að mennirnir skildu ekki, hvers vegna þeir ættu að bíða. Æstir hrópuðu þeir í. kór: „Látið okkur fá festi!“ „Nei, nei, við skulum bíða!" kölluðu nokkrir, en raddir þeirra köfnuðu í há- vaða hinna. Dillon háseti hagaði sér eftir því sem flestir bátverjar óskuðu og renndi 5A að rétt aftan við nr. 12. Línu var kastað nið- ur af skipinu og báturinn festur. Sumir ræðararnir köstuðu strax árum sínum út- byrðis, og þreyttir og örvæntingarfullir farþegarnir bjuggust til að bíða þar til nr. 12 væri tómur. Frelsunin virtist vera aðeins nokkrum augnablikum undan, og þeir trúuðu af áhöfninni hófu að lof- syngja guð fyrir frelsunina. En á sama tíma skeði dálítið í brúnni. Skipstjórarnir Anderssen og Cook voru að stjórna björgunarstarfinu, þegar einn há-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.