Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 5
Þann 3/. desember 1942 dtti sér stað sjóorrusta i Norð ur-íshafinu i suðausturátt af Bjarnarey, milli Þjóðverja og Englendinga. Þýzku herskip- in „Admiral Hipper“ og „Lútzow“ höfðu ráðizt d skipalest bandamanna, sem var á leið til Murmansk und- ir vernd 6 biezkra tundur- spilla. Þetta var hörð viður- eign, sem af ýmsum dstœðum gat ekki náð tilœtuðum dr angri fyrir árásai mennina. R. St. V. Sherbrooke, aðmírdll, sem stjórnaði tundurspillinum „Onslow“, fékk Victoríukrossinn fyrir frammistöðu sina i þessum bardaga, en sá kross er œðsla heiðursmerki Breta i ófriði. Skömmu á eftir var Reader, hinn þýzki yfiraðmiráll, látinn fara frá, en Dönitz að- miráll útnefndur yfirmaður alls hins þýzka sjóhers. Þessum atburðum er hér að mestu lýst frá sjónarmiði Breta, en þó mun þáttur Þjóðverja i þess- um leik einig verða auðsœr lesandanum. I myrkri heimskautanœturinnar, í stórsjó og rekis i Norðurishafinu, átti þessi viðureign sér stað, og hún mun seint gleymast þeim, sem þátt tóku i henni. SKIPALEST í MYRKRI OG ÍS. George Robinson, merkjavörður á brezka tundurspillinum „Onslow" var vanur sjómaður, svo að stormur og óveður á sjó gátu tæpast komið honum úr jafnvægi. Þó munaði minnstu liinn 28. desember 1942, að jafn- vægi hans færi út um þúfur, eins og hann sjálfur alltaf viðmkenndi seinna, þegar hann minntist á þennan dag. Hann stóð í brúnni um hádegið í ullarstakknum sínum með hettuna dregna fram yfir höfuðið og gætti að skipunum í skipalestinni JW 51 B, og skalf af kulda. Fyrir viku síðan hafði þessi skipalest lagt af stað frá Loch Ewe í Skotlandi áleiðis til Murmansk með óvenjulega mikið af her- gögnum: fallbysur, flugvélar, sprengiefni, vélbyssur o. s. frv, til styrktar Nýtt S O S 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.