Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 6
bandamönnunum, Rússum, gegn hinum sameiginlega óvini, Þýzkalandi. í fyrstunni gekk allt vel, þrátt fyri'' storm og ósjó. í skipalestinni voru 14 flutningaskip, sem 11 vopnuð skip áttu að verja gegn þýzkum neðan- sjávar bátum og flugvélum. En svo kom ofsaveður af austri. Það var hvassara en nokkru sinni áður og hitamælirinn stóð langt fyrir neðan o gráður. Sjórinn fraus jafnóðum og honurn skolaði yfir þilfarið og myndaði 15 rm. þykkt íslag. Snjókoman úr lofti hlóðst svo saman við ísinn svo að allt ofan þilfars, kaðlar, yfirbygging og möstur varð helfrosið. — Hin þrútnu augu skipshafnarinnar sáu ekkert annað en ís, hvert sem þeim var rennt. Allar vatnsleiðslur voru frosnar. Einnig allur dyraum- búnaður, svo að það varð að berja upp hurðirnar með hömrum, ef menn vildu ganga um. ísinn hlóðst einnig á neðri þilförin. Mennirnir, sem voru í brúnni urðu stirðir af kulda, svo að nauðsynlegt var að leysa þá af með stutt- um fresti. Skipin veltust um í stórsjó og hjuggu, svo að brakaði og brast í öllum samskeytum. George Robinson myndi ekki hafa furðað sig á, þótt skip þeirra liefði farizt með manni og mús í þessum látum. „Fjandinn hafi þetta allt saman,“ sagði hann um leið og hann reyndi að þurrka af glerjunum á sjónaukanum sínum, sem var því sem næst ó- mögulegt, jrví janfskjótt sem liann setti hann fyrir augu sér aftur hlóðst snjórinn á hann á ný. „Ja, svona hafði ég ekki lvugsað mér þetta, þegar ég var í Miðjarð- arhafinu og heyrði jrar fyrst talað um skipalestirnar í Norðuríshafinu. Að vísu liöfðum við engan frið í Miðjarðarhafinu, hvorki fyrir Þjóðverj- um né Itölum bæði nætur og daga, þegar við sigldum í skipalestunum til Möltu. En hér norðurfrá er veðrið eitt nægilegt til að gera hinn hraustasta mann brjálaðan. Og ég skyldi svo eiga eftir að lenda á tund- urspilli, en ekki stóru skipi. Þetta bendir til þess, að maður getur verið asni, þótt maður sé orðinn 30 ára.“ Sherbrooke yfirforingi gekk til merkjavarðarins og sló hendinni á öxlina á honum. George snéri sér snöggt við og horfði undrandi á yfir- mann sinn. „Slæm byrjun fyrir yður, Robinson, er ekki svo?“ sagði skipherrann vingjarnlega. „En Jrér skuluð taka þetta með stillingu. Hve mörg ár hafið þér verið í þjónustunni?“ Tiþþess að láta þetta heyrast varð skipherrann að öskra gegnum hvin- 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.