Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 7
inn í storminum og þrumugný stórsjóanna og merkjavörðurinn svaraði á sama hátt. „Fjórtán ár, Sir! Eg var ungur þegar ég fór í sjóherinn. Eg var lengi í Kína, svo í Suður-Ameríku og í ófriðnum var ég á „Valiant“. „Já, það er rétt,“ sagði skipherrann, „mér er það kunnugt, ég sá það í skjölunum yðar, þegar þér komuð um borð í Loch Ewe. — Hver and- skotinn! Lítið þér bara á, skipalestin er alveg komin á ringulreið, mað- ur getur ekki séð, að það sé nein regla á lienni lengur, ef þetta gengur svona til, verða herskipin ein á ferðinni á morgun og hin skipin horfin. Það var HMS Onslow, sem var forustuskip í þessari skipalest sem Sherbrooke höfuðsmaður stjórnaði. Hann var ekki eingöngu ábyrgur fyrir sínu eigin skipi, heldur réð hann fyrir öllum tundurspillunum, sem voru: „Onslow“, „Achates“, „Obedient”, „Obdurate", „Orwell" og „Oribi", auk þess fimm korvettum og vopnuðum togurum. í upphafi hafði einnig verið einum tundurspilli fleira, HMS Bulldog, en stórsjór hafði laskað svo yfirbyggingu hans, að hann varð að snúa við og halda heim. Þó hafði veðrið á þeim tíma verið þolanlegt. En nú var það orðið svo, að það mátti heita furðulegt, að frekari skemmdir skyldu ekki koma fyrir. „Skipstjórarnir á flutningaskipunum," sagði Jimmy, en hann var fyrsti stýrimaður um borð í „Onslow", hafa aldrei sýnt mikla tilhneigingu til þess að halda röðunum réttum í þessum siglingum. Þeir vilja sigla sinn eigin sjó, eins og þeim bezt hentar. Þetta er gamla sagan, sem endur- tekur sig frá því Nói gamli var uppi. Að vísu er veðrið svo slæmt nú, að Jjað er ekki gott að fylgja reglunum. Nokkrir hafa beitt upp í, þeir eru auðsjáanlega hræddir við að rekast á. Aðrir láta reka, kannske vélin sé biluð hjá þeim. Ef til vill gerir þetta ekkert til, maður getur vart gert ráð fyrir, að Þjóðverjar geri árásir í svona veði, það er sem sagt ekki hægt að koma vopnum við.“ Augu fyrsta stýrimanns beindust um leið og hann sagði þetta að fallbyssunum á „Onslow“, sem ísinn hlóðst æ meir og meir á. Háset- arnir gerðu þó allt, sem þeir gátu til að höggva ísinn af með öxum og hökum, þótt árangurinn mætti heita lítill. Fallbyssustjórinn reyndi að verja frammiðið á byssunum og „mekanismann" í sambandi við það, en hann var vonleysislegur á svipinn. „Hvað sem öðru líður, er það skylda mín að horfast í augu við hætt- una og gera það sem ég get,“ sagði Sherbrooke skipherra. „Óvinirnir Nýtt S O S 7

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.