Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Page 8

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Page 8
geta alltaf komið, þótt varla sé að vænta flugvéla í- svona veðri — en neðansjávarbátar og önnur skip — ja, hver veit, en þó er varla hægt að trúa því undir svona kringumstæðum. Munið þér, Jimmy, hvernig fór fyrir PQ 17 skipalestinni í fyrra sumar, raunar var þá flugveður, en það gekk sannarlega illa til þá.“ „En seinna söktum við í PQ 18 þýzkurn kafbát. Það var „Onslow“, sem gerði það. Það var kafbáturinn U-589. Sú skipalest var óregluleg, en annars var það ekkert frekara tjón, sem Þjóðverjar biðu þá,“ sagði Jimmy. „í stuttu máli sagt,“ tók nú skipherrann aftur til máls og var nokk- uð illúðlegur. „Við verðum nú eins og endranær að vera við öllu búnir. — Merkjavörður, gefið þér aðmírálnum ljósmerki: Gætið að röðinni! Dragizt ekki aftur úr!“ Robinson sendi ljósmerkin til forustuskipsins, sem var fyrst í miðröð- inni. Flotaforinginn yfir kaupskipunum stjórnaði þeim á sama hátt og Sherbrooke stjórnaði gæzluskipunum. Þau unnu eiginlega sjálfstætt, en góð samvinna var á milli þeirra. Eftir nokkrar mínútur kom svar með ljósmerkjum: „Get ekki komið auga á öll skipin. Sting upp á, að við reynum að beita upp í vindinn." Þetta var eflaust rétt frá sjónarmiði sjómannsins. Ef skipin hægðu mikið á sér, svo að stefni þeirra mynduðu 30 gróða horn við brotsjó- ina, þá var hægt á þann liátt að hindra það, að sjóirnir gengju stöð- ugt yfir skipin, en það þurfti að gera svo að yfirbygging, brú og bátar brotnuðu ekki. Það hefði líka verið hægt að stöðva skipin og beita skutn- um upp í veðrið og þannig verjast því, að brotsjóirnir gengju yfir þau, einnig hefði mátt leggja þeirn til og láta reka undan veðri og vindi. En allt þetta hafði eitt sameiginlegt: Það seinkaði skipalestinni að halda ferð sinni áfram til Murmansk. Það jók einnig hættuna fyrir árásum Þjóðverja og sú hætta var alltaf fyrir hendi. Sherbrooke hristi þess vegna höfuðið og sendi síðan foringjanum svo- hljóðandi morsskeyti: „Haldið áfram ferðinni. Óska eftir samanburði á leiðarmiðun!" George Robinson leit snögglega á stýrimanninn eins og til að leita eftir áliti hans og stýrimaðurinn yppti lítið eitt öxlum. Leiðarmiðun var erfið í þessari ferð. Dögum saman hafði ekki verið hægt fyrir dimmu og skýjum að „ná til“ tungls eða stjarna með sextantinum og ekki lét 8 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.