Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 9
V sólin sjá sig um þennan tíma árs á þessari breiddargráðu, þess vegna var ekki hægt að vita neitt nákvænrlega, hvar skipalestin var. Sherbrooke skipherra og foringi flutningaskipanna og skipstjórarnir á þeim urðu þess vegna að reyna að fara eftir hraðamæli skipanna og gizka á, hvar staða þeirra væri og færa stöðuna eftir því inn á kortið. Staðarákvörðunin gat ekki orðið nákvæm með þessum hætti. í kyrru veðri hafði þessi aðferð oft orðið fullerfið, þegar ekkert annað var á að treysta, og hafði leitt til mikillar ónákvæmni á leiðarmiðuninni. í svona veðri var nær ómögu- iegt að treysta þessari aðferð. Einnig var allt útvarp urn veður og veður- útlit bannað til að gera Þjóðverjum erfitt fyrir að átta sig á ferðum skipa- lestanna. Það var þess vegna ómögulegt að fá neinar ábyggilegar fregn- ir, hvorki frá Skotlandi eða íslandi. Samanburðurinn á leiðarmiðunum leiddi því í ljós, eins og búast mátti \ ið, mikinn mismun á milli mælinganna á „Onslow“ og forustuskips flutningaskipanna. George Robinson og stýrimaðurinn fóru þess vegna inn í kortahúsið og beygðu sig yfir kortið til að athuga það. Svo var Robinson allt í einu leystur af verði. Hann klöngraðist niður glerhálan stigann, niður í „mess- ann“ til þess að hressa hálffrosna limi sína með heitu tei. í messanum var mjög kalt, þrátt fyrir góða upphitun. En merkjavörð- urinn varð þess ekki strax var. Honum fannst fyrst notalegt þarna inni. í fyrstu fannst honum þó eins og allur líkami sinn væri stunginn nál- um," en þa.ð orsakaðist vegna breytingarinnar úr hinum rnikla kulda í hlutfallslega hlýrra andrúmsloft. „Halló, Georgy!“ hrópaði bátsmaðurinn Joe Callaghan lil félaga síns. „Viltu ekki fá þér tebolla? Hér er kannan. Seztu hjá mér! Hvernig gengur það uppi á brú?“ Robinson dró með erfiðismunum af sér vettlingana. Hann hafði þrenna vettlinga á höndunum, en var samt mjög kalt. Hann varð að styðja sig við milligerðina, svo að hann dytti ekki um koll, svo mikið valt tund- urspiljirinn. „Þar er hreinasta helvíti,“ sagði hann beisklega. Þó ekki þetta glóandi helvífi, sem börnin voru hrædd við í gamla daga, heldur . . . .“ Hátalarinn frá brúnni greip nú allt í einu fram í fyrir honum: „Gætið að ykkur! Gætið að ykkur! Skipið breytir nú um stefnu til bakborða!" Nýtt s n s

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.