Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 10

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 10
„Við verðum að lialda okkur!“ hrópaði Gallaghan. „Hljálpaðu mér legt í svona veðri. Þrátt fyrir slingurbrettin fóru bollarnir af stað. hin allt í einu lagðist tundurspillirinn mjög á hliðina og tókst þá báðum mönnunum að stöðva bollana svo, að jreir brotnuðu ekki. „Af hverju kemur þessi stefnubreyting?" spurði bátsinaðurinn. „Þú varst að koma úr brúnni, maður. Er kannske eitthvað grunsamlegt í nánd?“ „Eg hugsa,“ svaraði merkjavörðurinn, „að þetta sé nokkurskonar njósna- ferð. Flutningaskipin eru í þann veginn að missa sambandið sín á milli og við okkur líka og ég geri ráð fyrir, að skipherrann vilji komast nær þeim og segja nokkur vel viðeigandi orð við skipstjórana." „Hm, já, það er nú svo,“ nöldraði Gallaghan. „Eg er nú búinn að hanga við þetta hér í Norðuríshafinu í hálft annað ár og ég hugsa, að þú munir líka venjast því, George, eins og ég hef gert. Rússarnir þarfn- ast nú einu sinni hergagnanna frá okkur og af því að leiðin til Wladi- wostok og Persneska flóans er of löng, verðum við að veltast þessa leið fyrir Nordkap til að komast til Murmansk. Annars lærði ég fyrst að þekkja þessa leið um sumartíma, þegar sólin var alltaf á lofti. En þú aftur á móti kynnist henni fyrst um vetrarnótt, áður en þú ert fyllilega farinn að kunna við þig hér um borð — nokkuð erfið byrjun. — En gleymdu nú ekki teinu, maður, og nú verður það að vera sérstaklega sterkt í dag.“ Robinson tróð sér fram hjá bátsmanninum og hlammaði sér niður á bekkinn, sem var skrúfaður niður og gat ekki hreyfzt. Hann tók te- könnuna, fyllti mál og drakk með áfergju. „Hver fjárinn! Þetta er þó svei mér gott te — reglulega fínt te!“ sagði liann ánægjulega. „En heyrðu nú, lagsmaður, við erum nú einu sinni hér og mig langar að segja mér það, að ég er álitinn vera eins og hver ann- ar viðvaningur hér um borð. Þeir voru nýlega að tala um mig í brúnni, skipherrann og Jimmy, og síðustu árásir Þjóðverja á þá. Segðu mér nú eitthvað um það, hvernig ég á að haga mér! Síðan ég kom hingað um borð fyrir fjórtán dögurn og heiðraði ykkur með nærveru minni, hef ég varla getað talað í næði eitt einasta orð við neinn hér um borð. Stöðug vinna og stöðug hættumerki. Hvernig var það eiginlega með PQ 17 og PQ 18, eða er það ekki rétt hjá mér, voru þessa skipalestir ekki þannig tölusettar?" 10 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.