Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Page 12

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Page 12
„Já, þeir hafa sína njósnarstarfsemi, og —“ „En þessi njósnarstarfsemi þeirra getur ekki verið svo mikil hér,“ skaut Robinson inn í. „Eg var í herþjónustu í Gíbraltar í fyrra og fylgcl- ist vel með því, hvernig innrásin í Norðurafríku gekk. Þá lékurn við vel á Þjóðverja. Af hverju gæti það ekki orðið eins nii?“ „Þetta er vitleysa, Afríka er allt annað!“ hrópaði bátsmaðurinn, sem ekki þoldi, að haft væri á móti því sem hann sagði. „Þar var um óvænta atburði að ræða. En hér vita Þjóðverjar, að við hljótum að koma hvenær sem er; og þar að auki — “ Hann sagði ekki meira, en bölvaði í hljóði. „Onslow“ hafði aftur breytt um stefnu og í þetta skipti hafði viðvörunin gegnum hátalarann auð- sjáanlega gleymzt. Báðir mennirnir héngu nú í lausu lofti, að því er virtist, svo að efri hluti líkama þeirra myndaði 45 gráða horn við milligerðina bak við þá, mál og bollar idtu tim og niður á gólf og te- kannan flaug í stórum boga yfir öl) slingrubretti og hvolfdi sjóðandi inniltaldi sínu yfir fæturnar á Calaghan. Og áður en bátsmaðurinn og merkjavörðurinn höfðu náð að setjast við borðið, gall við skerandi, níst- andi hljóð, svo að heyrðist um allt skip. Þetta var hættumerkið, hinn hrellandi, hvelli tónn viðvörunarflautunnar. „Hver djöfullinn!" öskraði Callaghan, „livað er á seyði? Kafbátaárás?“ Auðvitað beið liann ekki eftir svari Robinsons, en hentist tit. Merkja- maðurinn fór á eftir honum og þau upp á brú. Hann stóð nú þarna aftur á brúnni eftir örstutta stund á verði, kaldur og stirður og hlust- aði á þegar skipherrann gaf skipanir og tók á móti svörum um hvert einstakt vopn: „Stórskotaliðið tilbúið til að skjóta! Vélin tilbúin til orrústul Tund- urskeytin —“ Atliygli Robinsons beindist nú allt í einu að öðru. Einhversstaðar frá lýsti ljóskastari upp hina koldinnnu heimskautanótt. Frá hvaða skipi það var gat George ekki séð. Augu hans höfðu enn ekki vanizt þessu níðamyrkri. En liann tók eftir ljósblossunum og las úr þeim: „Skýrslan um tundurskeyti var röng, tundurskeytið var bauja á reki.“ Uppi á brúnni á „Onslow“ kváðu við bæði hlátrar og blótsyrði. „Hver sendi þetta annars? Var engin undirskrift, Robinson?" „Engin undirskrift, Sir.“ „já, þessir skipstjórar á flutningaskipunum!“ sagði einn af sjóliðsfor- ingjunum og andvarpaði. „Þeir átta sig aldrei á hlutunum, annars —“ 12 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.