Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 19

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 19
mun „Admiral Hipper" ásamt 3 tundurspillum ráðast á skipin úr norð- vestri. Þeir munu lielzt ráðast á gæzluskipin. Lútzow og hinir 3 tundur- spillarnir munu þá ráðast á flutningaskipin úr suðri, sem þá verða varn- arlaus, því geæzluskipin hafa þá nóg að gera að berjast við „Admiral Hipper og tundurspillana þrjá.“ Liðsforingjarnir þögðu. Þeir vissu mjög vel, að einmitt nú var bráð- nauðsynlegt fyrir Þýzkaland að vinna nýja sigra. Ástandið var ekki sem bezt. Útlitið í Rússlandi tvísýnt og við Stalingvad mjög skuggalegt. í Norður-Afríku höfðu bæði Englendingar og Ameríkumenn búið um sig í Algier og Rommel hafði verið sigraður við El-Alamain. Samt var kafbátahernaðurinn enn í fullum gangi. En sökum olíuskorts höfðu her- skip þýzká flotans sig ekki mikið frammi. Síðan „Bismark" hafði verið eyðilagður var líka eins og flotinn hefði fallið í ónáð hjá Hitler. Fyrst og fremst krafðist hann, að samband óvinanna við Murmansk yrði rofið. Og hann hræddist mjög þann álitshnekki, sem Þýzkaland mundi bíða, ef það missti herskip, jafnvel þótt ekki væri nema eitt. Þess vegna hafði Kummetz aðmíráll fengið skipun um frá yfirher- stjórninni þýzku að gefa ekki færi á sér, og leggja ekki til orrustu við sterkari flotadeildir óvinanna. „Hve stór haldið þér að floti óvinanna sé, herra aðmíráll?" spurði einn úr herforingjaráðinu. „Það eru einungis verndarskip, sem um er að ræða, nefnilega tundur- spillar og léttisnekkjur. Beitiskip og orrustuskip engin; annars —“ Aðmírállinn var að hugsa um viðvöru sjóherstjórnarinnar, sem var svo: „Foringinn óskar að forðast beri óþarfa áhættu.“ Þetta var mikill tálmi. En yfirforingi hinna þýzku herskipa hélt, að ekki mundi koma til venjulegrar orrustu, því hann vissi ekki um tvö brezk herskip, sem voru á leiðinni. Þau voru HMS „Shefield“ og „Jamaica“. Sá, sem stjórn- aði þeim var Burnet aðmíráll og höfðu þau fylgt skipalestinni á undan JW 51 A til Murmansk. Áttu þau nú að koma til rnóts við skipalestina JW 51 B og fylgja henni sem eftir var leiðarinnar. „Eru nokkrar fleiri spurningar, sem þið óskið að bera fram, herrar mínir?“ sagði þýzki aðmírállinn dálítið kuldalega. Allir þögðu. Allt virtist ætla að fá góðan enda. Eftir öllum líkum að dæma var hér um mikinn sigur að ræða. Fundi herforingjaráðsins var lokið. Aðmírállinn fór nú upp í brúna á „Admiral Hipper“. Skipin sigldu Nýtt. S O S 19

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.