Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 21

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 21
skjótt og sést til herskipa óvinanna, skipa tundurspillarnir sér á milli óvinaskipanna og flutningaskipanna; flutningaskipin snúa sér til hlið- ar, og kasta reyksprengjum og korvetturnar halda sér fast að þeim. Nátt- úrlega verður mikil reykjarsvæla á orrustusvæðinu, eins og gefur að skilja.“ Unr borð í „Onslow“ og yfirleitt öllum skipunum í þessari skipalest, var höfð sérstök gát á öllu umhverfis. Meira en eitt hundrað augu horfðu í gegnum sjónauka á haf og himin og radar- og asdik-tækin voru notuð í fyllsta mæli. Helmingur áhafnanna hafði tekið sér stöðu við fallbyssurnar, og hinn helmingurinn bjó sig undir bardagann, sem allir sögðu að væri óhjákvæmilegur. „Þetta gengur nú allt saman vel, veðrið hefur batnað svo mikð,“ sagði varamaður merkjavarðarins við George Robinson yfirmann sinn. „En þegar ég fer að hugsa málið betur, þá leið mér ekkert verr síðustu dagana, meðan.skyggnið var slærnt. Við sáum að vísu ekkert, en Þjóð- verjar sáu ekkert heldur. En nú má búast við öllu: Kafbátum, beiti- skipum, orrustuskipum — maður getur átt von á öllum djöflinum." „Blótið þér ekki svona, maður!“ svaraði merkjavörðurinn. „Það líður víst ekki langur tlmi, þangað til djöfsi hirðir okkur, og það er senni- lega engin ástæða til þess að vekja eftirtekt hans á okkur." HMS „Onslow“ hélt sig á bakborða við flutningaskipin. Á stjórnborða við skiparöðina voru til öryggis tundurspillirinn „Obdurate" og létti- snekkjan „Hyderabad". Og meðan liðsforingjarnir ræddu saman uppi í brúnni á „Onslow“, um ástandið eins og það var, koma boð frá einum varðnrannanna á „Hyderabad“ og þau virtust hafa rnikla þýðingu. Hann kallaði gegnum hátalarnnn: „Tveir tundurspillar aftantil á stjórnborða!“ Klukkan var orðin 8,20. Það var betra skyggni á stjórnborða við skipa- lestina heldur en á bakborða. í næturmyrkrinu mátti sjá í fjarska skugga- mynd af tveim skipum. Skipherrann á léttisnekkjunni leit í áttina þar sem skipin voru. Honum brá, og lrann hikaði við, síðan sagði lrann ákveð- inn: „Það eru rússneskir tundurspillar, sem koma til móts við okkur frá Murmansk. Engin ástæða til að ætla annað.“ „Engin boð til „Onslow“, Sir?“ spurði einn liðsforingjanna undrandi. Það mátti nú sjá, að bak við þessi tvö skuggalegu skip, hyllti undir þriðja skipið. Þetta voru tundurspillarnir þrír úr „Hipper“-flokknum. Nýtt S O S 21

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.