Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 22

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 22
En skipstjórinn á „Hyderabad“ vildi ekki skipta um skoðun. „Þetta erti vafalaust, Rússar. Nei, engin boð til „Onslow“, sagði hann svo sem svar við spurningu hins. En tundurspillirinn „Obdurate“, sem var skammt aftan við „Hyd- erabad“, varð nú einnig var við þessi dularfullu skip og sendi Sher- brooke skipherra á „Onslow“ viðvörunarskeyti gegnum stuttbylgjustöð. Það hljóðaði svo: „Þrír ókunnir tundurspillar eru á leið frá suðri til norðurs, bak við skipalestina!“ Þetta var upphafið að bardögunum þann 31. desember 1942. Það, sent á eftir kom átti allt sína rót að rekja til þessa skeytis frá skip- herranum á „Obdnrate". * Svar Sherbrookes við þessu skeyti samverkamanns síns hljóðaði svo: „Verður athugað!" Hrellandi hættumerkið kvað nú við ennþá einu sinni um borð í „Onslow“, og hættumerki var einnig gefið urn borð í öllum skipum skipalestarinnar, og öll skipin undirbúin undir orrustu. „Þjóðverjar, Sir?“ hópaði stórskotaliðsforiginn á „Onslow“. Sherbrooke eins og bandaði fi'á sér með hendinni, svo sagði hann: „Það getur verið, en er þó ekki víst. Það geta líka verið Rússar. Hér má ekki flana að neinu.“ Skipherrann var fullkomlega rólegur. Biðin eftir óvininum hafði samt komið við taugarnar í honum. Nú, þegar úrslitin stóðu fyrir dyrum, var ekki hægt að merkja neinn taugaóstyrk á honum. „Gefið aðmírálnum ljosmerki!“ var næsta skipun hans. „Skipin verða að halda hinni réttu stefnu!“ George Robinson gegndi nú aftur starfi sínu sem merkjavörður. Hann var einnig mjög rólegur „Obdurate" hefur móttekið skeytið!" kallaði einn varðmannanna. „Leiðinlegt að við skulum ekki geta komið auga á óvinina," sagði leiðarstjórinn um borð í „Onslow" og Robin- son heyrði Jressi orð og skildi livað hann meinti, nefnilega: að tund- urspillir foringjans veldi ekki úr stærstu og bezt vopnuðu skipin til að kljást við, heldur liéldi sig að þeim, sem meinlausari væru, enda væri bað eins gott fyrir hann! 22 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.