Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Qupperneq 25

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Qupperneq 25
aukin, með hér um bil þeim mesta hraða, sem skipið hafði yfir að ráða, og „Orwell“ hafði skipað sér í kjölfar þess og fór einnig hér um bil fulla ferð. Framundan báðum tundurspillunum mátti sjá blossana, þegar skotið var. Þungar fallbyssudrunur bárust yfir hafið, og dimmt snjóél lagðist þunglamalega yfir skipin og skyggði á hið blásvarta haf. „Skeyti frá „Obdurate", sagði loftskeytamaðurinn á „Onslow“ svo- hljóðandi: „Hefi breytt um stefnu. Held í austur.“ „Obdurate" hafði nefnilega, þegar þýzku tundurspillarnir hófu skot- hríðina, lagt stýrinu hart á stjórnborða, til að komast undan ofureflinu. Fallbyssurnar á afturþilfari tundurspillisins hömuðust því samtímis fall- byssunum á þýzku tundurspillunum, svo að skothríðin var mikil. En þessi stórskotahríð stóð þó ekki lengi, því þýzku tundurspillar eltu ekki brezku tundurspillana. Þeirra hlutverk var, samkvæmt skipun Kumm- etz flotaforingja, ekki árás, heldur áttu þeir að reyna að aðskilja brezku verndarskipin frá skipalestinni sjálfri. Þeir leituðu nú að „Admiral Hipper“ til þess að hafa samvinnu við hann. „En þessir bölvaðir þokubakkar!“ hreytti siglingastjórinn á „Onslow“ út úr sér. „Skyggnið er alltaf að versna. Maður sér varla neitt.“ „Já, því miður,“ sagði Sherbrooke. „Hafið þér komið auga á „Ob- durate"? „Nei, Sir, aðeins flaggskipin. Það er hægt að greina „Orwell" og „Achates". Skothríðin framundan er hætt, Sir! “ „Skothríðin frannindan er liætt, Sir!“ hrópaði einn liðsforinginn, sem var á verði. Flutningaskipin héldu nú öll áfram í austurátt, en „Achat- es“ og hin minni gæzluskip spúðu reyk yfir þau til þess að fela þau fyrir Þjóðverjum. En ,,Onslow“ og „Orwell“ héldu með fullri ferð í andstæða átt til þess að hjálpa „Obdurate" í að losa sig við óvinina. Allt í einu koma boð frá stórskotaforingjanum: „Skip framundan á bakborða! Það heldur í áttina til okkar.. Gæti verið Obdurate.“ Sam- tímis kallaði varðmaðurinn frá brúarvængnum á stjórnborða: „Stórt skip, grænt 40!“ (þ. e. 40 gráður á stjórnborða). Stórt skip!' — Herskip? Kannske „Scharnhorst“ eða „Tirpitz"? Öllum sjónaukum var nú með eldingarhraða beint á stjórnborða. „Eg get séð 4 stóra turna!“ hrópaði Robinson, sem var „sérfræðingur" í herskipum. „Ekki svo gott að átta sig á því — og þó! Líklega herskip af Hipper-gerðinni“. Það var eitt andartak, að mönnunum fannst eins og kökkur kæmi Ný/t s n s

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.