Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 26

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 26
upp í hálsinn á þeim. Af Hippergerðinni, það þýddi: átta 20,3 cm fall- byssur og 32,5 sjómílna hraða — líkur hraði og tundurspillarnir gátu . náð, þegar þeir spreyta sig sem mest. „Fjarlægð 90 hundruð!“ öskraði stórskotaforinginn (9000 yards, þ. e. 8,2 km). „Skjótið!“ Sherbrooke gaf ljósmerki afturá. „Segið „Orwell“ að fylgja „Onslow.“ Ljósmerkin gerðu það að verkum að Robinson varð litið aftur eftir skipinu. Hann sá því ekki eins vel, hvernig skotblossarnir úr fallbyssunum frá „Hipper" lýstu upp dimma heimskautanóttina. Svo heyrðist rödd skipherrans: „Sendið skeyti til „Sheffild“: JW 51 B hefur orðið fyrir árás herskipsins „Hipper“ og fleiri tundurspilla." Þegar loftskeytamaðurinn sendi skeytið varð hann að endurtaka það. Byssurnar frarn á „Onslow“, sem byrjað var að skjóta fir gerðu svo mjkinn hávaða. Það heyrðist einnig mikið brothljóð svo vart heyrðist mannsins mál. Skotblossarnir blinduðu augu þeirra, sem stóðu á brúnni og þegar hleypt var úr byssunum, varð loftþrýstingurinn það mikill, að það var eins og þeir væru lamdir í andlitið af stormi og regni. George leit snöggt á armbandsúrið sitt. Klukkan var 9,40. „Þjóðverjar skjóta á „Achates“!“ hrópaði stórskotaforinginn. Þjóðverjar áttu auðvelt með að koma auga á H. M. S. Achates. Fyrstu fallbyssukúlurnar frá „Hipper“ lentu því í námunda við Achates. Þegar þær féllu í sjóinn mynduðust risastórar vatnssrdur, sem geystust upp í loftið og féllu svo sarnan aftur með miklum hávaða. „Hvar eru þýzku tundurspillarnir?" spurði Sherbrooke. Enginn vissi það. Þeir höfðu barizt við „Obdurate“, en nú voru þeir einhversstað- ar í myrkrinu. „Obdurate“ var samt sjáanlegur frá „Onslow" og einn- ig frá „Admiral Hipper“ á bakborða. Nú var skothríð Þjóðverja stefnt að bakborða við „Onslow". Það leit út fyrir, að Þjóðverjar miðuðu nú fallbyssum sínum nokkuð öðruvísi en áður. „Á bakborða tuttugu!" kallaði skipherrann á „Onslow“ og George Robinson vissi frá reynslu sinni úr Miðjarðarhafinu liver var ástæðan fyrir þessu tiltæki: nefnilega átti snúningurinn á skipinu upp í skot- hríðina að villa hinar þýzku skyttur. „Achates er horfin,“ kallaði tundurduflaskyttan. „Eg get ekki lengur koniið auga á skipið!. — Ah, guði sé lof! Það er enn á floti og virðist vera óskemmt!" Það var erfitt fyrir Sherbrooke skipherra að fylgjast með hlutunum. Skyggnið varð alltaf verra og rökkur heimskautabeltisins færðist suður 2(1 £ Nýt.t S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.