Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 27

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 27
á loftið. Haf og himinn runnu saman í eitt, og mynduðu blágráa flatn- eskju og sjóndeildarhringinn, línuna milli himins og hafs var ekki leng- ur hægt að greina með augunum. Snjór og þokumóða kepptust við að gera allt erfiðara, svo ekki var mögulegt að nota sjónauka og mæla- tæki. Við þetta bættist svo reykurinn og gerviþokan, sem áreiðanlega gerðu „Admiral Hipper“ meiri óleik en Bretunum. Þegar þýzka her- skipið byrjaði að skjóta kl. 9,40 var það enn ekki búið að koma auga á skipalestina sjálfa. Eftir brezkum athugunum hafði það fyrst beint skothríðinni að tundurspillunum „Achates“ og „Onslow“, síðan að olíu- skipinu „Ernpire Emerald“, sem hafði dregizt aftur úr í skipalestinni. Þeir voru eins og að þreifa fyrir sér, líkast því sem þeir vissu ekki al- mennilega hvar þeir ættu að byrja. Kummetz aðmíráll, sem stóð í brúnni á „Admiral Hipper" og stjórn- aði orrustunni hélt sér við sína upphaflegu ráðagerð. Hún var sú að draga brezku tundurspillana að sér og gefa þannig skipunum, sem voru í „Lútzow“-flokkniun opna leið til að ráðast á flutningaskipin, sem þá yrðu varnarlaus. Að sinni voru Lútzow og tundurspillarnir 3 í mikilli fjarlægð í suðurátt, þótt þau nú sigldu með fullri ferð í áttina til skipa- lestarinnar. Stórskotaforinginn á „Onslow“ gaf nú skipun: ,,Skjótið!“. Undirfor- inginn við miðunarvísinn endurtók skipunina um leið og hann þrsýti á miðunarhnappinn. Síðan skothríðin byrjaði voru liðnar nokkrar mín- útur. Sherbrooke skipherra hélt áfram að snúa skipinu á bakborða þang- að til það stefndi í norður. „Admiral Hipper“, sem kom að vestan, breytti stefnu sinni í sömu átt, til þess að vera sem lengst undan skot- um tundurspillanna. Fjarlægðin milli Admiral Hipper og Onslow minnk- aði nú um 4,5 km. síðan varð hún aftur meiri, þegar óvinirnir smám saman breyttu um stefnu til austurs. „Hættið að skjóta!“ skipaði stórskotaforingi Sherbrookes, þegar snjó- él féll á milli beggja skipanna. „Við skulum ekki eyða skotfærunum til ónýtis. Hver veit, hvað dagurinn á morgun kann að færa manni.“ „Hafið þér nokkuð hitt, Guns?“ spurði skipherrann. „Eg held ekki, Sir,“ sagði skotmaðurinn hreinskilnislega. „Sérstak- lega slæm skilyrði. Ekkert hefur heldur enn komið fyrir skipalestina. Það væri gaman að vita, hvað vinir okkar á flutningaskipunum halda um öll jressi ólæti.“ Á flutningaskipunum hafði enginn hinn minnsta grun um, hvað var Nýtt S O S oh - 1

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.