Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Page 28

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Page 28
á seyði. Frá möstrum þeirra og yfirbyggingum var „Admiral Hipper“ ekki sjáanlegur. Áhafnirnar á flutningaskpunum héldu þess vegna að skotum tundurspillanna væri stefna gegn þýzkum flugvélum og grunaði alls ekki, hve mikii liætta var á ferðum. „Admiral Hipper“ hætti nú einnig að skjóta um stund. Hinir jrýzku tundurspillar Iiöfðu síðast ekki tekið þátt í bardaganum. Einn þeirra, „Friedrich Eckoldt", for- ingjaskip 5. tundurdufladeildarinnar, sem stjórnað var af deildarforingja og skipherra Schemmel, reyndi senr hann gat að komast að brezku flutn- ingaskipunum. Hinir tundurspillarnir voru hjá herskipi sínu. Hvorki jDeir né „Eckholdt“ voru sjáanlegir íj'á Breturn. En það var einmitt þetta, sem gerði yíirforingja skipalestarinnar órólegan. „Gætið vel að, hvort þýzku tundurspillarnir koma í 1 jós! “ var skip- un Sherbrookes. „Eg er hræddur við skyndiárás, meðan við eigum í höggi við herskipið, að tundurspillarnir ráðist kannske úr suðri eða vestri á skjólstæðinga okkar.“ Hann var að enda við að segja þetta, þegar sendiboði kom úr loft- skeytaklefanum upp í brúna. Siglingastjórinn tók við seðli frá honum, las það, sem á honum var og snéri sér síðan glaður í bragði að skip- herranum: „Skeyti frá „Sheffield“, Sir! Burnett aðmíráll nálgast úr suðri“. Sherbrooke las líka það, senr stóð á seðlinum og kinkaði kolli. En andlitsdrættir hans hreyfðust ekki. En þó gat maður séð, að honum létti. „Ágætt! Við þörfnumst kannske hjálpar. „Hipper“ hefur 8 20,3 cm .fallbyssur, en Orwell og við til samans átta 12 crn fallbyssur — ekki beint árennilegt. Látið fregnina berast til allra stöðva!“ Það var gert, og svo kvað við hátt húrrahróp. Áhöfnunum á brezku tundurspillunum hafði fundizt, að þær væru dauðadæmdar. Meðvitundin um, að eiga eftir að berjast við mikið olurefli hafði lamað hugrekki þeirra. Og hver vissi, nerna um fleiri þýzk skip gæti verið að ræða, orrustuskip, senr kynnu að koma l’ram úr þokunni þegar rninnst varði? Áhyggjur Sherbrookes skipherra létu hann engan frið hafa. „Sendið skeyti til „Obedient" og „Obdurate”, að þau sameinist aftur skipalest- inni!“ kallaði hann til Robinsons. Merkjavörðurinn sendi þessi boð með ljóskastara. Hann var samt ekki hrifinn af því. „Obedient“ og „Obdurate", sem nú voru loks komin í ljós, höfðu í nokkrar mínútur haldð sig að „Onslow“. og nú áttu þau að hverfa aftur og „Onslow“ og „Orwell“ aftur að verða ein. — „Óvinirnir aftur sjáanlegir!" hrópaði einn nrerkjamannanna. Já, snjó- 28 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.