Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 30
hundruð rnetra fjarlægð. Sprengikúlunum hafði auðsjáanlega verið mið- að á „Onslow“. Það var aðeins örlítið tímaspursmál þangað til þetta litla stolta skip yrði hitt af sprengikúlu. „Hundrað og þrjátíu, lrundrað! Skjótið!“ skipaði brezki stórskotaliðsforinginn. „Onslow“ varðist í ör- væntingarmóð. „Orwell“ skaut líka, en útlitið var ekki sem bezt fyrir Breta, því fjarlægðin var of rnikil fyrir tundurspillana að koma við tundurskeytum. Þýzka herskipið flutti sig líka fimlega til, svo fjarlægð- ín varð enn meiri. „Hart á stjórnborða!" var næsta skipun Sherbrookes. Með þessu vildi hann reyna að „lialda upp í“ skothríðina Skothríðin frá ensku tundur- spillunum var ekki langdræg. Heldur ekki frá „Admiral Hipper“. Síð- asta skotið hefði hitt „Onslow“, ef Bretar hefðu ekki bjargað því við með eldsnarri tilfærslu. En andstæðingarnir bættu líka aðstöðu sína. „Stórt herskip gegn tundurspillum!“ Þessi hugsun greip skyndilega Ge- orge Robinson. „Það getur ekki farið vel. Við verðum skotnir í kaf eins og í apríl-mánuði 1940, þegar „Glowworm“ var eyðilagður. „Ad- miral Hipper“ var þá einnig sigurvegarinn. Annars er nú „gamli mað- urinn“ slunginn eins og refur! Við verðum að standa í vegi fyrir her- skipinu. Ef það kemst leiðar sinnar, er úti um flutningaskipin. Og það er þó alltaf skárra að við drukknum, heldur en öll skipalestin farist og verði fiskunum að bráð.“ Merkjavörðurinn á „Onslow" fann ekki neina löngun hjá sér að líta á ófriðinn frá skáldlegu hliðinni. Hann elskaði lífið og var á móti því að fórna sjálfum sér, þótt liann væri hermaður. En framkoma skip- herrans hreif hann. „Hart á bakborða!“ kallaði nú Sherbrooke. „Komið hingað! Haldið ykkur miðskipa!“ Onslow barðist hetjulega þessar mínútur. Að vísu gerði Orwell allt, sem það gat til að hjálpa félögum sínum, en „Hipper" beindi aðallega skotum sínurn að forustuskipi Breta, án þess hægt væri á nokkurn hátt að hindra það. Til lengdar gátu jafnvel hinir eldsnörustu tilfærslur skip- herrans á Onslow orðið að gagni. „Sex sinnum hefur okkur tekizt að kornast hjá að verða skothríðinni að bráð“, hugsaði Robinson með sér. Nú kemur sú sjöunda. Drottinn minn! Sleppum við enn einu sinni?“ Onslow skaut nú og hávaðinn varð svo mikill, að hugsanir Robinsons fóru út í veður og vind. Svo skaut Orwell. En nú hiutu þýzku sprengi- kúlurnar að fara að hitta. Allt í einu heyrðist heljar gnýr, og Onslow skalf og nötraði. Það var einsog væri verið að slíta skipið í sundur. Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.