Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 31

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 31
Svo brak og brestir. Það var eins og hljóðhimnan í eyrunum ætlaði að bresta. Blikandi eldsúla steig upp í loftið. Stunur og sársaukaóp. Ósýni- leg hönd virtist slöngva Robinson í loft upp, svo féll hann þunglega niður á brúarvænginn. í nokkrar sekúndur gat hann ekki heyrt neitt. Eldslöngur dönsuðu fyrir augum hans. Andardráttur hans varð sjó- andi heitur. „Eldur miðskipa!" æpti einhver hjáróma rödd. „Skipið hefur orðið fyrir skoti! Skorsteinninn er fallinn!" Merkjavörðurinn reis upp með erfiðismunum. Hann þreifaði fyrir sér með hendinni, og lenti í blóð- polli. Og vinstri handleggurinn, hvernig var hann? Hann hékk, þungur sem blý, niður með líkamanum og var varla hægt að hreyfa hann. „Fallbyssurnar frarn á ónothæfar! Loftnetið skotið niður. Bæði radar- tækin fallin fyrir borð!“ Sorgarfréttirnar báust liver á fætur annarri. Sprengingar gullu við fram á margar í röð. Það hafði kviknað í skotfærum þar. — George Robinson var nú kominn á fætur. Hann þreifaði með liægri liendinni eftir vinstri handleggnum. Ermin var ötuð blóði. Hann fann til í olnboganum. „Sir!“ sagði siglingaforinginn. „Sir! eruð þér særður?“ George leit við og sá, að siglingaforinginn var að stumra yfir skip- herranum. Hann lá flatur í brúnni. Nú reis hann upp. Það fór hroll- ur um liðsforingjann: Andlitið á yfirmanni hans var allt atað blóði. Það korraði í Sherbrooke. „Sendið boð til allra tundurspillanna, að þeir spúi gerfireik og haldi sig við flutningaskipin!" Orðin skildust varla. Fyrsti stýrimaður kom í ljós. Bátsmaðurinn, Joe Callaghan, var með honum. „Joe!“ stamaði George Robinson. „Hvað er þetta eiginlega? Líttu bara á! Handleggurinn á mér!“ Þá skildi merkjavörðurinn allt í einu að skipherrann hafði gefið út mikilvæga skipun. Hvernig var hún? „Allir tundurspillar haldi sig við flutningaskipin!" endurtók Sher- brooke. Obedient á að endurtaka skipunina. Flutningaskipin sveigja í suður!“ Robinson eins og vaknaði af dvala. Hann svipaðist um eftir sam- verkamönnum sínum. Enginn var nálægur. Og þó, þarna lá einn, hreyf- ingarlaus, dauður. „Það er einhver fjandinn að handleggnum á þér,“ hrópaði Callag han og þuklaði á erminni á honum. „Reyndu að komast undir þiljur. Georgy!" Húiiííí! Djöfullegt ískur og óhljóð heyrðust nú. Nýjar spreng .8' Nýf t S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.