Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 33

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Síða 33
orðinn skotspónn Admiral Hippers fylgdist með félaga sínum. Báðir tundurspillarnir tóku nú til að nota gerfiþokutæki sín. Flutningaskip- in öll héldu nú einnig í suður og fjarlægðust Admiral Hipper. George Robinson hafði skyndilega fengið aðsvif. Stórskotaforinginn hélt honum uppi; annars hefði hann hnigið niður. Það blæddi stöðugt úr handleggnum á honum. Hjúkrunarmenn hirtu hann svo og lögðu hann á sjúkraborðið, þar sem bundið er um sár hinna meiddu í orrust- um, og honum var gefin sprauta, og bundið um sár hans. Síðan var hann lagður í koju. „Hvar eru óvinirnir?“ spurði nú skipherrann allt í einu. Læknirinn hafði reist hann upp svo að hann sat. „Stefnir fyrir norðan okkur í austurátt, Sir,“ svaraði fyrsti stýrimað- ur. „Þeir elta okkur ekki. Fjarlægðin eykst. Skipalestin hefur ekki orðið fyrir neinu tjóni.“ Sherbrooke kinkaði kolli. Hann var hálfmeðvitund- arlaus. Það var aðeins skylduræknin, sem hélt honum uppi. Meðvitund- in um það, a,ð örlög allra skipanna í skipalestinni JW 51 B hvíldi á hans herðum. „Snjóél hylur nú óvinina!“ hrópaði varðmaðurinn. En það stóð ekki lengi. Snjóélinu létti aftur og „Hipper“ varð aftur sjáanlegur. Þjóðverj- arnir héldu áfram að skjóta, en gerðu ekki beint árás. Kummetz aðmír- áll hélt fast við upphaflega fyrirætlun sína. Hann beið eftir því, að „Lutzow“-skipin gripu fram í. Fyrst þá, þegar þau voru komin í ljós, skyldi allsherjarárás hafin á skipaflotann, bæði flutningaskipin og fylgd- arskipin. Um kl. 10,35 komu boð frá Kinlock skipherra á Obedient, að hann hefði nú fengið yfirráð yfir öllum skipunum. Þá loks féllst skipherrann á Onslow, Sherbrooke aðmíráll á, að yfirgefa brúna. „Er hægt að koma auga á „Jamaica" og „Sheffield“?“ var síðasta spurning hans áður en meðvitundarleysið náði tökum á honum aftur. Nei, þessi brezku herskip höfðu enn ekki látið sjá sig. Hin hugrakka barátta Sherbrookes skipherra hafði vissulega orðið að miklu liði. Þótt tjónið virtist í skjótu bragði nokkuð mikið, var hér þó ekki um víð- tæka eyðileggingu að ræða. Skipalestin fjarlægðist nú Hipper-skipin. „Empiere Herald“ olíuskip- ið, sem hafði dregizt aftur úr, var nú aftur komið í skipalestina. On- slow reyndi nú, þótt hraðinn væri ekki orðinn mikill, að vera í broddi fylkingar fyrir flutningaskipunum. Fyrsti stýrimaður hafði nú tekið við Nýtt S O S 33

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.