Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Qupperneq 37

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Qupperneq 37
Mennirnir á Onslow litu hver á annan. Þeir höfðu slökkt eldinn um borð og stöðvað lekann, og heita teið í eldhúsinu hafði hresst þá. Þó voru þeir allir þreyttir. Þessi níu daga ferð í ofviðri, orrustan við hið stóra herskip, tjónið, sem þeir höfðu orðið fyrir, og svo þessi nístandi kuldi, sem aldrei dró úr — þetta allt saman var orðið nokkuð mikið, sem forlögin höfðu lagt á þá. George Robinson fylgdist einnig með og skyldi tilkynningar fyrsta stýrimanns. „Eg vil komast upp á þilfar! “ hrópaði hann til hjúkrunar- mannsins!“ Fyrsti stýrimaður bandaði ákveðið með hendinni frá sér. „Kemur ekki til greina! Liggið kyrr hér. Læknirinn er nú einmitt að gera uppskurð. Enga hreyfingu!" Allt í einu fór titringur um skipið. Særðu mennirnir stundu. Hvað var nú að? Hafði eitt skotið enn liitt skipið? Þetta var loftþrýstingur- inn af sprengikúlum Achates, sem Iiafði jDessi áhrif. En ástandið á Ach- ates var ægilegt. Það var eins og flak. Johns skipherra og 40, menn af áhöfninni voru fallnir. Enn reyndi samt skipið að mjkast áfram og spúa gerfireyk kringum flutningaskipin. Obedient varð einnig fyrir skotum, loftskeytastöðin eyðilagðist og Kinloch varð að afsala sér yfirstjórn skip- anna í hendur Sclater skiphena á Ohdurate. Áhafnirnar á flutningaskip- unum voru nú orðnar órólegar, því sumar spregikúlurnar frá Hipper lentu á milli skipanna. Eyðilegging allrar skipalestarinnar virtist nú standa fyrir dyrum. En þá var breyting á þessu. Klukkan var 11,30 þegar Hipper lenti í mikilli skotliríð, sem kom úr norðri. „Skothríð á stjórnborða!" var hrópað á flaggskipinu. Nú sá- ust skipin, þau virtust vera tvö. Þetta voru Sheffield og Jamaica. Fall- byssunum á Hipper var nú snúið gegn þeim, og þýzka skipið hélt á stjórnborða við óvinaskipin. Um leið kváðu við fyrstu skotin úr brezku 15,2 cm. fallbyssunum. Fyrstu skotin lentu á Hipper og leki kom að þriðja ketilrúmi. Ketilrúmið varð fullt af vatni og inn í það streymdi 900 tonn af ;sjó. 4 katlar af 12 urðu ónotliæfir. Þriðja kúlan skemmdi flugvélaskýlið. Eldur kom upp, en það tókst að slökkva hann. Nú fékk Kammetz aðmíráll skeyti frá flotastjórninni í Kiel gegnum Norður- Noreg: „Enga óþarfa áhættu!“ Aðstaða Hippers var síður en svo góð. En nú hafði Ltitzow snúið við og hóf skothríð á skipalestina úr 16,5 km. fjarlægð. Flutningaskipið „Colobre" varð þá fyrir skoti. Um sama leyti eyðilagði Sheffield þýzka tundurspillinn „Friedrich Nýtt S O S 37

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.