Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 38

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 38
Eckholt", sem í grandaleysi hélt, að brezka skipið væri Hipper, og sökk tundurspillirinn með manni og mús kl, 11,55. Viðureignin milli brezku herskipanna og þýzku tundurspillanna hafði létt á Hipper. Hann sigldi nú í vestur og hélt uppi stöðugri skothríð til að verjast árásum brezku tundurspillanna. Burnell aðmíráll elti and- stæðinginn og skiptist á allmörgum skotum við Admiral Hipper, sem svaraði í sömu mynt, en engin þessara skota sakaði. Þjóðverjarnir héldu síðan áframi í vestur og komu 1. jan. til Alta-fjarðar. Þar voru þessi viðskipti þeirra við óvinina borin til baka, að minnsta kosti hvað Liit- zow snerti. Þann 31. desember kl. 14,00 missti Burnett sjónar af óvinun- um og snéri þá aftur til skipalestarinnar. Achates hafði fyrst farið á hliðina og sokkið síðan. Togarinn „Northern Gem“ hafði getað bjarg- að einhverju af áhöfninni. „Getur það verið, að skothriðinni sé lokið?“ sagði George Robinson, sem lá í lækningastofunni á Onslow, við vin sinn bátsmanninn, er kom hlaupandi niður til lians. „Já, nú er hún hætt,“ sagði Callaghan í ró- andi málrómi. „Við stefnum nú aftur í austur. Það hefur verið troð- ið í götin á skipinu okkar og það klambrað saman eins og' hægt er. Eftir svo sem tvo daga verðum við komnir til Murmansk. Mér finnst þetta allt eins og draumur. Ef guð hefði ekki haldið verndarhendi sinni yfir okkur, þá sætum við nú allir saman að meðtöldum fraktskipum, tundurspillum og korvettum á hafsbotni hjá gamla Neptúnusi og horfð- um á sköturnar naga utan af beinum okkar. Hitler og ráðgjafar hans voru óánægðir með þessa frammistöðu Þjóð- verja. Reader yfiraðmíráll varð að leggja niður völd og Dönitz aðmír- áll tók við. Há Bretum fékk Sherbrooke skipherra, sem hafði særzt mikið, Vict- oríukrossinn, sem er æðsta heiðursmerki í sjóhemum. Hann átti þetta heiðursmerki skilið. Um hann og skip hans, Onslow má líka segja það, að kjarkur skipherrans að bjóða þýzku 20,3 cm sprengikúlunum birginn hafi verið afreksverk út af fyrir sig. Og hefði hans ekkij notið við er hætt við að örlög skipalestarinnar hefðu verið ráðin. George Robinson fór í land í Murmansk 3. janúar 1943, þegar skipa- . lestin kom þangað. Það hljóp illt í sárið svo taka varð framhandlegginn af. Hann kom til Englans vorið 1943. Hann býr í Plymouth með Ellen konu sinni og hefur fengið útnefninguna „Dekkoffiseri". ENDIR. .18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.