Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 6

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 6
„Auðvitað verður þessa gætt,“ urraði Sohst skipstjóri. Sízt langaði hann að þurfa að leita neyðarhafnar vegna þessara kvikinda. Hann lagði því ríkt á við bátsmanninn og þá, er sáu um fóðrun apanna að fylgja settum fyrirmælum. — Bahia Blanca leysir nú landfestar og stefnir út Saxelfi. Sjómennirnir veifa til vina og venslamanna eins lengi og kostur er. Það er einhver uggur í þeim um, að þetta kunni að verða langur að- skilnaður. Baliia Blanca fer fram hjá Cuxhaven, stefnir út á Norður- sjóinn. Fleiri herskip eru nú á ferðinni en áður, annars ekkert óvenjulegt. Sohst skipstjóri fer sína daglegu eftirlitsferð um skipið. Fyrstu dagana er hann jafnan viðstaddur, er aparnir fá matarskammt- inn. Hann er hinn rólegasti. Bátsmaðurinn og aðrir sýna fyllstu varkárni. En einn daginn henti óhappið. Um leið og bátsmaðurinn lætur fóðrið á básinn stekkur einn apanna úr horninu sínu. Hann nær að glefsa í hönd bátsmannsins. Hann kipp- ir samt til sín hendinni áður en apinn læsti tönnunum í hana, en skrámu fékk hann þó. Eiginlega er þetta ekki nema rispa í húðina, og Sohst lætur sótt- hreinsa hana tafarlaust og binda um. Bátsmaðurinn telur þetta þó aldeilis óþarfa varasemi. „Þetta er ekki neitt, lierra skipstjóri. Hafið ekki svo mikið við, að binda um þetta, sem ekkert er . . .“ „Bezt að liafa vaðið fyrir neðan sig,“ muldraði Sohst og gekk til ká- etu. Þar les hann enn einu sinni reglurnar um meðferð apanna. Hann hefur vissulega fylgt öllum varúðarráðstöfunum. Vonandi hlýzt ekki illt af þessu lítilræði. Sólarhring seinna bólgnar höndin og handleggurinn. Hörundið verður svarblátt. Óþolandi verkur kvelur bátsmanninn, verkur sem sífellt maguast. Skipstjórinn vill sízt ásaka sinn gamalreynda bátsmann. Básarnir eru þröngir, og þetta hefði getað hent hann sjálfan þrátt fyrir fyllstu aðgát. Nú var það skeð, sem fulltrúi uppeldisstöðvarinnar hafði varað við. Enginn læknir var um borð í flutningaskipinu. Og hér mundi enginn fá neitt aðgert nema læknir. Sohst skipstjóri hefur nú fengið skipun um að snúa heimleiðis. 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.