Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 10

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 10
Gjörið svo vt\l að sjá svo um, að ég geti flutt hann um borð eftir fá- einar klukkustundir. Eg vil að hann kornist til Rio de Janeiro, án þess þó, að honum sé af því nokkur liætta búin. Við stönzum nokkuð lengi í Rio og þar getur hann jafnað sig." „Ætlið þér virkilega áð fara?“ Svo bætir hann við lágri og næstum biðjandi röddu: „Eg ætla að hjálpa yður, skipstjóri. Sem bróðir og vinur. Eg hélt líka, að þér væruð í alþjóðasambandinu. Þér skiljið hvað ég á við?“ „Mjög vel hugsað af yður. En hjálpið samt heldur bátsmanninum mínum. Get ég sótt manninn innan skamms?" „Eg skal skera í manninn nú þegar, fyrst yður verður ekki um þok- að.“ Rödd Portúgalans var nú köld og hörð. „Gott. Eg þakka yður fyrir. Ef þér þurfið að hitta mig verð ég í hafnarskrifstofunni.“ Bretinn var alls ekki hissa á heimsókninni. Hann býður skipstjóran- nm sæti og tekur svo til orða: „Má bjóða yður eitthvað að drekka, skipstjóri? Kannske te? Gjörið svo vel, hér eru vindlar!" En Solist skipstjóri neitar kurteislega. Hann tekur ’sér ekki heldur sæti. Hann stendur fyrir frarnan borð nmboðsmannsins. „Eg er kominn til þess að sækja skipsskjölin. Eg fer eftir tvær klukku- stundir.“ „You liave to stay, Sir! (Þér verðið að vera kyrr, herra minn!)“ „Reynið ekki að kyrrsetja skip mitt. Eg læt yður vita, að ef læknirinn liefst ekki lianda tafarlaust, kæri ég hann fyrir ríkisstjórn Portúgals fyrir vanrækslu í starfi í neyðartilfelli. Eg fer. Gjörið svo vel að hafa skips- skjölin tilbúin!“ Bretinn gengur að skrifborði sínu: „Eins og þér óskið. Kannske iðrist þér síðar þessarar ákvörðunar yðar. Eg óska yður góðrar ferðar og góðrar heimkomu.“ — □ — Klukkustundu síðar leggur Baliia Blanca úr höfn. En bátsmaðurinn er ekki með. Læknirinn hefur enn ekkert liafzt að. Sohst skipstjóri dulbýr nú skip sitt samkvæmt skipun. Hann velur 10 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.