Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 14

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 14
„Haldið þér í alvöru, að þetta sé Don Antonio?" spurði læknirinn hafnarstjórann á leiðinni upp í brúna. „Honum er trúandi til alls.“ Samt er hafnarstjórinn í vafa. Sohst skipstjóri bíður þeirra í hvíta einkennisbúriingnum sínuin. Gam- alkunnir vinir hittast, því margar eru þær orðnar ferðirnar hans til Rio. „Don Antonio! Ert þú þetta virkilega ljóslifandi?" Hann faðmar Sohst af suðrænum ákafa, hristir hendur hans og faðmar liann aftur. Svo leggur hann hendurnar að brjósti Sohst. „Láttu mig finna hjartslátt þinn, Antonio, láttu mig finna, livor þú ert lifandi . . ." Þá víkur hann máli sínu að lækninum: „Jú, það er hann, sá gamli sjóræningi! Nú verður veizla! Antonio, hvernig fórstu að því að leika svona á þennan þarna?“ Hann bendir á „Ajax“. „Komið þið með mér. Eg skal segja ykkur frá því. En fyrst að væta kverkarnar.1' Antonio Sohst bendir á opnar dyrnar að káetu sinni. Þjónninn bíður eftir bendingu skipstjóra um, að bera fram veitingar. Nú er frá mörgu að segja. Brasilíumennirnir vilja vita sem gerst, hvers vegna stríðið brauzt rit og hvað Sohst leggur til málanna. Sohst er sagnafár og hann er lítt hrifinn af styrjöldum. En þar sem það er nú orðin ill staðreynd, þá vill hann ekki láta sinn lilut eftir liggja. Og þannig hugsa allir skipverjar hans. Nú er enn tilkynnt gestakoma. Það er þýzki sendiherrann, Prins Wal- deck. Hann heilsar skipstjóra innilega. „Við gerðum alls ekki ráð fyrir komu yðar lengur, af því við fréttum ekkert. Velkominn í annað heimaland yðai', velkominn, Don Antonio skipstjóri!“ Don Antonio! Undir því nafni var Sohst skipstjóri þekktastur í höfn- um Brasilíu. Meira að segja sendiherrann ávarpaði hann þessu nafni! Þetta er ekki neitt gælunafn, fundið upp af vinum og kunningjum. Fornafn Sohst skipstjóra er nefnilega Antonio. Hvernig þetta nafn er tilkomið, er saga út af fyrir sig. Sohst er af gamalli sjómannaætt frá Hamborg. í gamla daga sigldu forfeður lians á tréskipum um heimshöfin. Faðir Sohst var níunda barn foreldra sinna. Þá var hreint ekki óvenju- legt, að konur skipstjóranna fóru með mönnum sínum í hinar löngu sigi ingar. H Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.