Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 15

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 15
Þegar faðir Solist sá dagsins ljós það herrans ár 1846, sigldi afi hans á seglskipinn „Bertha“ fram hjá eynni Sankti Antonio, sem er ein af Kap Verde-eyjnnum. Nú var oft erfitt að finna nafn handa svo mörgum börnum. En nú var valið ekki vandasamt, drengurinn skyldi heita Ant- onio og hann átti að verða skipstjóri. Sohst skipstjóri hlaut svo nafn föður síns. Hann var skírður Antonio, og enginn var í vafa um starf lians, er hann hefði aldur til. Það er liðið fast að hádegi, er hafnarlæknirinn og hafnarstjórinn kveðja og fara í land. Á þeim sama degi leggst Bahia Blanca að bryggju og er vel fagnað, ekki sízt af kaupmönnum þeim, er höfðu afskrifað tíu þúsund lestir af stykkjavöru ,sem þeir áttu von á austan um haf. ---□ — Þetta kvöld og hin næstu átti Solist skipstjóri fjölda heimboða víðsvegar um borgina meðan vörunum var skipað á land. Veizla þar, veizla hér! Annað liggur þó Sohst þyngra á hjarta en veizlu- fagnaður. Hvernig kemst hann burt frá Rio? Hvernig fæ ég komið skipi mínu heilu og höldnu heim til Þýzkalands? Þessum spurningum reynir Sohst skipstjóri að svara, dag og nótt. Bahia Blanca er nú hlaðin hráefnum, sem eru nauðsynleg fyrir Þýzkaland. Sohst ræðir við viðkomandi yfirvöld um væntanlega brottför, hvernig hann skuli haga ferð sinni og svo framvegis. Skipið á, samkvæmt gefnum fyrirmælum, að sigla um Danmerkursund (norðurleiðina milli Grænlands og íslands). Enda þótt Sohst hafi aldrei farið þessa leið er honum eitt ljóst: Þessi leið er lielzt til þröng til þess, að unnt sé að smjúga fram lijá brezku eft- irlitsskipunum. Ekki bætir það úr skák, að hann hefur ekkert sjókort yfir þetta svæði og þekkir ekkert til þar um slóðir. Er nokkurt vit að fara þessa leið án sjókorts? Gengur það ekki sjálfs- morði næst? „Þá er betra að sökkva skipinu strax, heldur en að yfirgefa það þar sem fullt er af ís og snjó,“ tautaði Sohst skipstjóri. Hann grunaði ekki þá, hve rétt hann hafði fyrir sér í þessu efni, eins og síðar konr á daginn. Fyrst af öllu þarf að fá hin bráðnauðsynlegu sjókort. Sohst ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnéfana. Hann er staðráðinn í að finna einhver ráð til undankomu. Nýtt S O S >5

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.