Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 16

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 16
Tilviljun ein réð því, að norskt flutningaskip kom til Rio de Janeira í nóvember og vörunum er skipað þar á land. E£ nokkur von á að vera um það, að klófesta sjókort af Danmerkur- sundi, þá er ekki um annað að ra?ða en skip frá Norðurlöndum. Sohst klæðist sínum fínasta einkennisbúningi og fer um borð í norska skipið. Skipstjórinn á norska skipinu er risi að vexti, herðabreiður og býður af sér góðan þokka. Hann tekur Sohst skipstjóra kurteislega, en leynir því þó ekki, að gestnrinn muni ekki meira en svo velkominn eins og sakirnar standa. Sohst skipstjóri yekur máls á því, hve myndarlegt skipið sé, ræðir um veðrið, ferðina til Brasilíu og svo framvegis. Svo víkur hann beint að efninu: „Getið þér hjálpað mér um sjókort af Danmerkursundi, svæðinu milli íslands og Færeyja og svæðinu úti fyrir ströndum Noregs?“ „Eg hef aðeins eitt eintak nm borð og get því ekki orðið við bón yðar,“ svaraði Norðmaðurinn. Norðmaðurinn rís á fætur og vill með því gefa í skyn, að hann ætlast til að samtalinu sé lokið. „En er þá alls ekki íijöguleiki á því, að þér lánið mér kortin?'1 heldur Sohst áfram. „Sohst skipstjóri, við vitum ekki hvað gerist í Evrópu. Það getur verið, að ég þurfi af einhverjum ástæðum að fara héðan strax á morgun, og þá þarf ég sjálfur á kortunum að halda.“ Rödd Norðmannsins er ekki alveg eins kuldaleg og áður. „En þér ætlið þó að taka farm hérna?“ „Alveg rétt. En hvort það verður á morgun, veit ég ekki. Kannski taka þýzkar hersveitir land mitt hernámi þegar í nótt.“ Norðmaðurinn sagði þetta með miklum alvörusvip; hann virtist trúa þessu sjálfur. „En . . .“ Norðmaðurinn grípur frarn í fyrir þýzka skipstjóranum: „Látið mig tala fyrst. Kannski dettur Bretum líka í hug að setja á land hersveitir í Noregi. Þeir vilja áreiðanlega fyrir hvem mun, að Þjóðverjar nái ekki Narvík. Eg þarf ekki að segja yður, hversu mikilvæg Narvík er fyrir Þjóðverja. Núna í stríðinu hefur þessi íslausa höfn tvö- falt gildi fyrir þá!“ i fi Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.