Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 18

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 18
ekki heldur eini skipstjórinn, sem hugsar sér að brjótast í gegn um brezku herkvína." „Og ef svo væri? Ef ég ætlaði nú að nota sjókortin í þessu augnamiði?" „Leyfið mér að ráða yður frá að fara þessa leið,“ sagði Norðmað- urinn brosandi og lyfti glasi sínu. „Skál yðar! Þetta er gott fyrir melt- inguna.“ Þeir drukku báðir til botns. Norðmaðurinn lætur glas sitt niður á borðið með snöggri hreyfingu. „Sjáið þér til, svona getur farið fyrir skipinu yðar." „Hvað eigið þér við — — “ „Eg þekki þessa leið. Það er fjandi hvassviðrasamt þarna að vetrar- lagi. Það er líka útilokað, að þér komist þessa leið án þess, að Bret- arnir vei'ði varir við ferð yðar. Þeir hafa beitisnekkjur á fimm sjómílna millibili. Alveg til einskis--“ Kona skipstjórans blandar enn í glas sitt. „Vertu ekki að mála fjandann á vegginn fyrir gesti okkar, Olaf. Sjáðu, úti skín blessuð sólin svo skært. Eg lilakka til að skemmta mér. Hvenær ætlið þér að bjóða okkur, herra Sohst?“ „Eg læt yður vita tímann nákvæmlega seinna í dag.“ Nokkru síðar hringir Sohst til vinar síns, Ernst Eppenstein, sem er aðalumboðsmaður fyrir stórt, þýzkt stálfirma. Hann er heimsmaður og glæsilegur ræðumaður. Hann á líka glæsilegan bíl. „Sjálfsagt, Antonio. Það gerum við sannarlega. Segðu mér bara stað og stund.“ „Ef við segjum klukkan fjögur á morgun. Er þér nokkuð vant þá?“ „Allt í lagi. Og hvar?“ „Ætli þú sækir mig ekki að skipshlið?" „Allt í lagi. Eg kem laust fyrir fjögur. So long, gamíi!“ Hina raunverulegu ástæðu fyrir þessu tiltæki lætur Sohst skipstjóri ekki uppi við nokkurn mann. — □ — í þessari skemmtiferð, sem lauk með glæsilegu borðlialdi í Rio Copa- bana, einum dýrasta veitingastað borgarinnar, vinnur Sohst skipstjóri traust og álit norsku frúarinnar. Skipstjórinn, maður hennar, er líka mun vingjarnlegri en fyrr. 18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.