Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 19

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 19
Einn dagur líður, þá fer Don Antonio enn um borð í norska flutn- ingaskipið. Hann hefur keypt fallegan blómvönd, sjaldséðar orkideur. Verðið er liátt. En Don Antonio brosir örlítið, borgar og heldur sína leið. Hann er þó allt annað en glaður, er hann heldur út á götuna með þennan glæsilega blómvönd. Ekki einu sinni konan hans rnudi hafa fengið hann til þess að ganga með slíkan glæsivönd yfir götu. „Blóm handa Þýzkalandi,“ tautar hann og stígur upp í Íeigubíl. Um borð í norska skipinu segir hann, að hann hafi skroppið um borð til þess að spyrjast fyrir um, hvemig frúnni liði og hvernig henni hefði fallið ferðalagið um borgina. Slík umhyggja bræðir ísinn að fullu, eins og ylgeislar vorsólarinnar bræða allan klaka úr jörðu. Norðmaðurinn býður Þjóðverjanum sæti. Hann lætur vindla og glös á borðið, tekur bezta tviskýið úr skáp. Klukkustundu síðar er Sohst skipstjóri með hin langþráðu sjókort undir handleggnum. Nú var undinn bráður bugur að því, að fjósmynda kortin. Um kvöldið eru svo kortin aftur í vörzlu norska skipstjórans. Sohst er enn þökkuð vinátta hans og að skilnaði fær hann saltfiskpakka að gjöf. Sohst skipstjóri er ánægður með þann árangur, sem hann hefur náð í fyrstu lotu. Auk þess liefur hann eignazt góðan vin, þar sem nor.ski skipstjórinn er. — □ — í Rio líða dagarnir hver af öðrum. Spakmæli segir, að það þurfi sterk bein til að þola góða daga.“ Þýzki skipstjórinn mundi vilja staðfesta sannleiksgildi þessa spakmælis. Dag eftir dag er sama veðurblíðan og það verður smám saman hvers- dagslegt að ferðast um borgina, sem Bretarnir kalla „Wonder City“. Þeir vilja fara heim til Þýzkalands, sjómennirnir á Bahia Blanca. Örlög „Santa Fe“ frá Hamborgar- Suður Ameríkulínunni auka ekki á bjartsýnina. Skipið lét úr höfn í Rio de Janeiro 13. október. Brottförin heppnaðist vel, en tólf dögum seinna, eða 25. október, var skipið stöðvað af frönsku herskipi og hertekið . Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.