Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 21

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 21
bátsmanni mínum. Hann fór með hlutlausu skipi til Lissabon og þaðan fer hann svo áfram til Þýzkalands.“ „Hann er sem sé á lífi?" „Já, hvernig ætti hann að skrifa mér að öðrum kosti. Hann fer með ■ járnbrautarlest frá Lissabon heim.“ „Vissulega mjög undarlegt.” En Sohst finnst þetta ekkert undarlegt, því bátsmaðurinn er hinn mesti hörkukarl. Sohst lætur nú í ljósi þá ósk, að fá að sjá fjórfættu farþegana sína. Nokkrir eru þegar dauðir, hafa ekki lifað af ýmsar tilraunir, er voru gerðar á þeim. Einn þeirra, sem lifir, stór Rhesus-api, virðist þekkja skipstjórann, því hann hleypur á vírnetið og er æstur mjög. Dýrið rekur upp hljó og nuggar sér við vírnetið. Og þegar skipstjórinn kallar á apann með nafni, öskrar hann hátt af gleði. Apinn heitir annars Jupp. Þeir kalla hann svo, af því að kjafturinn á honum er svo stór. Einn mektarmaður þriðja ríkisins hét líka Jupp. — n — Og enn líða dagarnir. Það er komið fram í nóvember. Og desember gengur í garð. Sohst skipstjóri er svo að segja daglegur gestur í þýzka sendiráðinu. En svarið er ávallt hið sama: „Ekkert nýtt, herra skipstjóri. Gjörið svo vel að bíða enn.“ ■ Sohst er mjög óánægður vegna þessa aðgerðarleysis: „Hver dagurinn, sem líður gerir mun erfiðara að brjótast út. Bretunum er bara gefið tæki- færi til að ríða net sitt þéttara og þéttara!" „Vissulega er það rétt,“ svarar fulltrúi í sendiráðinu, sem þykir miður að hafa ekki umboð til þess að veita Sohst fararleyfi. Bahia Blanca-menn hyggjast nú fara að undirbúa jólahald undir suð- rænni sól. Þeir eru famir að sætta sig við dvölina í Rio, enda engu um þokað. Eitthvað er farið að hvísla um það, að skip, sem ligja í hlutlausum höfnum, verði tekin sem birgðaskip fyrir kafbáta og herskip, flytji þeim matvæli, eldsneyti eða annað til hernaðarþarfa. Nýtt S O S 21

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.