Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Síða 22

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Síða 22
Sohst skipstjóri heimsækir sendiráðið S. desember. Hann verður ekki lítið hissa, er lronum er tilkynnt umsvifalaust: „Tilbúnir að fara út í fyrramálið!" Tíminn er lieppilega valinn. Þýzka sendiráðinu í Buenos Aires ber- ast stöðugt fréttir um ferðir óvinaskipanna og nú hefur það kallað lagið. — n — Staða herskipa í nánd við Suður Ameríku var í stuttu máli þessi: „Graf Spee" var staðsett á Suður-Atlantshafi. í byrjun desember liöfðu Bretar beitisnekkjurnar „Exeter" og „Cumberland" í Port Stanley á Falk- landseyjum. Bretar höfðu létta beitisnekkju „Achilles" til þess að líta eftir skipa- ferðurn að og frá Rio de Janeiro. Beitiskipið „Ajax“ var svo sent frá Port Stanley á varðstöðu úti fyrir Rio de la Plata. Við austurströndina voru allmörg brezk og frönsk herskip. Þann g. descember, sama daginn og Sohst skipstjóri náði út á opið haf á Bahia Blanca, brunaði lítið flutningaskip „Adolf Loenhardt" beint í flasið á beitiskipinu „Shropshire", en það skip var þá raunar að leita að „Graf Spee“. Skipstjóranum tókst þó að koma í veg fyrir, að skipið félli í hendur Bretum. Þrátt fyrir það, að ógnandi fallbyssukjaftarnir blöstu við, sökkti hann skipi sínu.“ Vestarlega á Suður-Atlantshafinu klófestu Bretar eitt skip Þýzku- Afríkulínunnar. Þetta skip var „Ussukuma", 7834 lestir brúttó. Breturn heppnaðist þó ekki að hertaka skipið, því Þjóðverjar sökktu Jdví áður en til þess kærni. Skipinu var sökkt, enda jrótt Bretar hótuðu að skjóta án miskunnar, ef tilraun yrði gerð í þá átt. -- □--------- Brottför Bahia Blanca frá Rio var atburður, sem ekki var unnt að lialda leyndum, enda þótt reynt væri að láta sem minnst á því bera, að skipið var að fara úr höfn. Soljst skipstjóri vissi ofur vel, að skipi hans var veitt mikil athygli. Aftur og aftur komu hópar rnanna, sem voru að snuðra kringum skipið. 22 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.