Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 24

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 24
Skipverjar á Bahia Blanca hafa keypt brezk og amerísk blöð og tíma- rit í Rio de Janeiro. Þeir vita því, hvað það er, sem þýzka herstjórn- in vill ekki að spyrjist út meðal almennings og hvað það er, sem þýzk- um blöðum þóknast að segja frá. Sohst skipstjóri setur tvöfaldan vörð á skipinu. Nú gildir sú megin- regla, að vera nógu fljótur að sjá til skipaferða og verða nógu fljótur að breyta um stefnu. Víkja undan, hvar sem kann að sjást skipsreykur eða siglutré. Bandamenn hafa fyrirskipað sínum kaupskipum hið sama og líkar þýzkurn skipstjórum allvel, því þá verður það ekki reiknað þeim til hugleysis, þótt þeir beiti sömu aðferð. Norðan miðbaugs tekur Bahia Blanca stefnu á 40. lengdargráðu og siglir á sem horfir í norðurátt. í staðvindabeltinu er mjög kyrrt í sjó og gott veður. En svo verður breyting á. Vindar blása og jafnt og þétt kólnar í veðri. Veturinn á Norður-Atlantshafi segir til sín. Nokkrum dögum seinna er skollinn á stormur. Bahia Blanca klýfur öldurnar, en lítt miðar í hafrótinu. Brotsjórir skella á þilfari og gráð- ugar tungur þeirra sleikja stjórnpallinn öðru hvoru. Enginn á skipinu var búinn til vetrarferðar á sjó. í Rio de Janeiro var 24 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.