Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 26

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 26
Þetta er rétt athugað. Heimskautsnóttin er diinm, en það er hvorki þoka né mugga, sem þó hefði óneitanlega kornið sér vel eins og ástatt var. Bahia Blanca stefnir nú norður Danmerkursund. Og það merkilega er, að hvergi er ís að sjá, enginn rekís, sem þó mátti sannarlega búast við á þessum slóðum. Sohst skipstjóri stendur á stjórnpallinum. Klukkustund eftir klukku- stund gengur hann um gólf í brúnni og hann hefur þungar áhyggjur út af skipi sínu: hver mundi verða endir þessa ferðalags? Hann horfir oft á kortið. Fer svo upp í útsýniskörfuna til þess að ganga úr skugga um, hvort hvergi væri ís að sjá. En svo var ekki. Eng- inn ís, ekki nokkur jaki. „Full ferð áfram!“ Um að gera að nota tímann vel, hverja mínútu, komast út úr sund- inu sem allra fyrst. Allt í einu sést eins og dauft strik út við sjóndeildarhringinn. Jæja, þarna er þá ísinn, það mátti svo sem búast við honum og það þótt fyrr hefði verið. En ísinn er mun nær en sýndist í fyrstu. Og þetta er ekki rekís, heldur íshella, sem tekur yfir stórt svæði. Þeir, sem á stjórnpalli voru og bera ábyrgð á skipinu, hafa vanmet- ið íshættuna eða séð hana of seint. Að vísu skipaði skipstjórinn svo fyr- ir, að vikið skyldi þegar í stað, en það var þó ekki gert nógu fljótt. Bahia Blanca rakst á íshelluna með miklu braki og brestum. Skipið skókst og hristist og það brakaði í öllum samskeytum þess. Þeir, sem liggja í kojum sínum detta fram úr þeim. Sohst skipstjóri missir fótanna, fellur á hnén. Bahia Blanca situr föst í ísnum! Þungur skriður skipsins hefur valdið því, að stefnið borast alllangt inn í íshelluna. Yfirmenn í brúnni horfa skelfingu lostnir á skipstjórann. Hvað skeður nú? ísinn heldur skipinu föstu eins og í skrúfstykki. Solist skipstjóri hugsar með sér, að liér dugi ekkert annað en bregða skjótt við. Stýrið er sett hart í stjórnborð og það heppnast að losa skipið úr ísnum. En ísinn hefur flett sundur kinnung skipsins báðum megin. 2Ö Nýt.t S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.