Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 27

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 27
Eru þetta endalok Bahia Blanca? Rannsakið geyma og lestar, 'fyrsti stýrimaður!" skipaði Solist skipstjóri. Hann er ekki vonlaus um, að bjarga rnegi skipinu, því Bahia Blanca er traust skip og sterkbyggt þótt gamalt sé. Skipstjórinn vill þó gæta allrar varkárni og skipar því svo fyrir, að stefnt skuli til næsta lands, en það er ísland. Þótt Sohst vilji ekki gef- ast upp fyrr en ílengstu lög, hefur hann ekki mikla trú á, að skipið haldist lengur ofansjávar. Fréttir þær, sem nú berast, eru allt annað en uppörfandi. „Skipið sígur að framan!" „Lest I fyllist fljótlega af sjó!“ „Mikill sjór í lest númer II!“ Bahia Blanca leggst mjög í sjó að framan. Dælurnar hafa ekki lengur við. Baráttan er sýnilega vonlaus. Það er útilokað, að skipið nái til hafn- ar í Noregi eða Þýzkalandi, eins og nú er komið. Sohst skipstjóri kallar á loftskeytamanninn. „Sendið út neyðarkall og gefið upp stöðu okkar!“ „Á ég að dulbúa loftskeytið samkvæmt dulmálslyklinum okkar?“ „Hvað annað? Hvað eigið þér við?“ „Ja, ég hélt að það væri svo sem sama, úr því sem kornið er, hvort Bretinn finnur okkur eða ekki. Þeir geta víst ekki mikið gert með skip- ið okkar, sem er búið að vera." „Rétt mun það, en farið og sendið dulmálsskeytið!“ Skeytið á að flytja boð heim til Þýzkalands um örlög skipsins, og svo vonast Sohst skipstjóri, að þeim berist hjálp. Fulltrúinn í sendiráðinu í Rio hafði einmitt talað um þýzk herskip o gkafbáta á þessu svæði. En vonin um slíka aðstoð er bara óskadraumur. Islenzkur togari, sem er á heimleið, liefur tekið á móti neyðarkallinu. Togarinn snýr við þegar í stað og stefnir á þann stað, er Bahia Blanca tilgreindi. Þegar skipið er komið það nálægt, að sýnt er, að áhöfninni verði bjargað, skipar Sohst skipstjóri svo fyrir, að botnventlarnir verði opnaðir. Skipið er búið að vera, en samt bíður Sohst þess með mikilli eftir- væntingu, hvort ventlarnir eru í lagi. Hann minnist samtalsins við vin sinn, Zopff skipstjóra, og hann minnist kafaranna í Rio, sem hópuðust Nýtt S O S oh - i

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.