Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Síða 28

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Síða 28
kringum Bahia Blanca og köfuðu í nánd við skipið. Ef liann kemst einhvern tíma heim, þá ætlar liann að segja öðrum farmönnum frá reynslu sinni í Rio. Kannske geta athuganir hans haft þýðingu seinna. Þó skip hans sé ví'gt tortímingunni hugsar hann um það nú, að sú reynsla, sem hann hefur öðlazt, megi koma starfsbræðrum hans að einhverju liði. Áhöfnin fer nú í bátana rólega og æðrulaust, enda engin hætta á ferð- um. í brúnni bíða nokkrir yfirmenn þess, að skipið sökkvi dýpra í sjó- inn. En ekkert skeður, allt situr í sama farinu. Þó er búið að opna botnlokurnar! Fyrsti stýrimaður og vélstjóri segja nú sitt orð: „Ventlarnir eru pottþéttir! Það kemur enginn sjór inn í skipið urn ventilgötin!" „Hann skal inn í það samt!“ sagði Sohst skipstjóri fastmæltur. „Þeir liafa verið að dunda við þetta í Brasilíu. En nú hefur ísinn gert það, sem Bretarnir ætluðu að koma í veg fyrir. Áfram frá borði!“ íslenzki togarinn tekur við mönnunum. Bátarnir eru látnir reka frá borði, sem þögul vitni um enn einn skiptapa á hafinu. Skipstjórinn á íslenzka togaranum vill konrast sem fyrst af stað heim- leiðis. „Skipinu yðar verður ekki bjargað, skipstjóri. Það sekkur. Þér voruð heppinn að verða ekki á végi fyrir „Berwick". Hann er nefnilega ekki langt í burtu héðan!“ Togarinn heldur nú af stað til Reykjavíkur með fullri ferð. Veður er ekki gott, vindur er sex til sjö stig og haugasjór. Enginn kærir sig um að hitta „Berwick“ og ekki sást heldur til ferða hans. ‘ Ferðin til Reykjavíkur gekk sem sagt að óskum. Þar tók þýzki ræðis- maðurinn við skipbrotsmönnum af Bahia Blanca. Skipverjum var nú útvegaður dvalarstaður á þremur hótelum í borg- inni. En nú eru allar leiðir lokaðar frá íslandi til Þýzkalands, að minnsta kosti fyrst um sinn. Einn dag um vorið hernema Bretar ísland. Skipverjarnir af Bahia Blanca vakna við vondan draum árla morguns. Það heyrast skipandi raddir á framandi tungu. Gistihúsin eru umkringd brezkum hermönnum. 28 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.