Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 31

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 31
veginn víst, að skipið hefði þá sokkið. Var þá lialdið rakleitt heimleiðis. Kom Hafsteinn til Hafnarfjarðar aðfaranótt 11. janúar. Þess er vert að geta, að í annað sinn þetta sama ár bjargaði togarinn Hafsteinn skips- höfn, sem var í sjávarháska. Hann var þá á leið til Englands í byrjun desembermánaðar. Norður af Skotlandsströndum hitti togarinn brezkt 6 þúsund tonna skip, sem rak fyrir veðri og vindi .Skipið var stýrislaust og laskað að öðru leyti. Hafsteinn kom skipinu til aðstoðar og kom því til hafnar í Skotlandi. — íslenzkir sjómenn komu vissulega mjög við sögu björgunar- málanna árið 1940, því þeim auðnaðist að bjarga á annað þúsund ntanns úr sjávarháska. J Hafnarfirði var þýzki ræðismaðurinn fyrir og beið skipbrotsmanna, er voru fluttir til Reykjavíkur. F.r þangað var komið var þeim búinn samastaður á Hótel Heklu, Hótel Skjaldbreið og Herkastalanum. Ekki höfðu Þjóðverjarnir lengi dvalið í Reykjavík, er sá orðasveimur komst á kreik, að þetta væru ekki venjulegir skipbrotsmenn, heldur did- búnir hermenn, er hingað hefðu verið sendir til þess að vinna ákveðin verk í þágu síns heimalands. Kom þar, að lögreglustjórinn setti Bahia Blanca-menn undir einskonar eftirlit. Lögreglustjórinn, Agnar Kofoed Hansen, tilkynnti þýzka ræðismanninum, dr. Gerlach, að Bahia Blanca- mönnum væri bönnuð útivist eftir klukkan 9 að kvöldi. Eigi þótti slík fyrirskipun eiga neina stoð í lögum hlutlauss ríkis og því nokkuð hæp- in. En svo undarlega brá við, að I}jóðverjarnir tóku hana til greina án teljandi mótmæla. Hlýddu þeir útivistarbanninu og hélclu til sinna dvalarstaða á hinum fyrirskipaða tíma. Stundum kom þó fyrir, að þeir vildu sækja fundi eða skemmtistaði eftir kl. 9. Var þá venjan sú, að dr. Gerlach hringdi til lögreglustjóra og bað um undanþágu, sem þá var jafnan veitt. En jafnframt var fylgzt með ferðum Þjóðverjanna og liáttum þeirra. Heldur styrktist sá grunur lögTeglustjóra, að Bahia Blanca-menn væru í raun og veru dulbúnir hermenn, sem væri falið ákveðið hlutverk, et' þýzk innrás yrði hafin. Var því hafður nokkur viðbúaður, ef í odda skærist. Lögreglan var búin vopnum og ýmsar ráðstafanir gerðar í kyrr- þey. Lögreglulið var og haft til taks urn nætur á lögreglustöðinni. Og enn þótti meiri varnaðar þörf, er I’jóðverjar hernámu Danmörku og styrjöld hófst í Noregi. Liðu svo tímar fram. — — — Loks rann upp sá sögulegi dagur, er Bretar hófu innrás sína í Reykja- Nýtt S O S g,

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.