Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 32
vík 10. maí 1940. Eitt fyrsta verkefni hernámsliðsins var að smala Þjóð- verjunum saman, flytja þá til skips og síðan úr landi. Þótti þá miklu varða, að Bahia Blancka-menn slyppu ekki. Var öflugur vörður settur við Hótel Heklu, Hótel Skjaldbreið og Herkastalann, en þar bjuggu nokkrir þýzkir. Nokkrir voru þó utanbæjar og náðust uppí .Skíðaskála. Nokkrir hermenn þustu inn í Hótel Heklu, skipuðu Þjóðverjunum að klæðast í skyndi og stilltu þeirn upp í raðir. Einn þjónanna gat ekki dulið gleði sína, er hann sá þá þýzku rekna upp í horn. Höfðu þeir stundum gert honum glettur og espað hann með steigurlæti nokkru. Mælti hann ögrandi rómi, er hann gekk fram hjá fylkingum hinna sigruðu og sigurvegara: „Segið þið nú Heil Hítler lielvítin ykkar!“ En svo illa vildi til, að hermennirnir misskildu manninn og þótti sýnt, að þar færi forhertur nazisti, er væri svo ósvífinn að segja „Heil Hitler" upp í opið geðið á hinum. brezku stríðsmönnum. Vippuðu þeir mann- inurn umsvifalaust í röð Þjóðverjanna. Þótti honum þá heldur óvænkast sitt ráð og hvarf skjótt bros af vör. Eftir alllangt þras tókst að sann- færa Bretana um, að mannteti'ið væri ekki hættulegur óvinur hins brezka heimsveldis, heldur þvert á móti vinur þess og velunnari. Ekki leið á löngu unz Bretar höfðu smalað Bahia Blanca-mönnum, en þá er könnun var gerð vantaði þrjá í hópinn. Þótti það illt í meira lagi og var hafin víðtæk leit, sem bar þó ekki árangur fyrr en alllöngu síðar. - □ “ Eina nótt, skömmu eftir hernámið, vaknaði bóndi einn austanfjalls um miðja nótt er guðað var á glugga. Gekk hann út skjótt og stóð þá gljáfægður bíll með Reykjavíkurnúmeri á hlað hans. Gestirnir, er komn- ir voru á svo óvenjulegunr tíma sólarhringsins, spurðu bónda, hvort honum væri eigi vant vinnumanns, er ekki mundi krefjast annars kaups en fæðis og húsnæðis. Raunar væri maðurinn ekki vanur að púla uppá kúgras, en hann lrefði áhuga fyrir sveitastörfum og mundi brátt venjast sveitalífinu. Maðurinn væri þýzkættaður og færi bezt á því, að flíka því ekki mjög, því vera kynni, að Bretar þættust eiga við hann erindi. Bóndi kvaðst að vísu þurfa á auknum vinnukrafti að halda, en ekki litist sér á halda manninum fyrir soldátum þeirrar herraþjóðar, er hefði 32 Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.