Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 33

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 33
tekið sér bólfestu í landinu. Fóru komumenn við þessi málalok, er hvor- ugum þótti góð; hinum heimulegu ferðamönnum þótti slæmt að losna ekki við manninn, og bónda þótti illt að afsala sér þeirri meðhjálp, er honum bauðst með svo óvæntum hætti. Ferðamennirnir óku nú til annars bæjar í sömu sveit og gerðu boð fyrir luisráðanda. Var þar stórt bú og mikil þörf aukins vinnuafls. Bóndi tók erindi komumanna vel og var Þjóðverjinn vistaður þar. Tók hann brátt upp útistörf, var iðinn og trúr í starfi, en ekki sérlega afkastamikill, enda öðru vanari en sveitastörfum á íslenzkum bóndabæ. Fljótlega kvisaðist um sveitina, hver sá maður væri, er kominn væri á bæ þennan. Var sagt, að hann mundi vera þriðji stýrimaður af Bahia Blanca eða að minnsta kosti einn yfirmanna skipsins. Þótti sveitar- mönnum, er lítt þekktu hina margslungnu þræði hernaðarins, sem rnein- fangalaust væri þótt maðurinn dveldi í sveitinni; liann rnundi varla miklu ráða um gang heimsmálanna þótt hann dundaði við túnasléttun eða önnur tilfallandi sveitastörf. Heldur þótti maðurinn ómannblend- inn, eins og hann vildi fremur forðast að verða á vegi gesta, enda óhægt um samræður, þar sem maðurinn talaði framandi tungu. Þó mun hann hafa getað gert sig skiljanlegan á dönsku og lét jafnvel í veðri vaka, að hann væri Dani. Leið nú fram á vorið og bar ekki til tíðinda.----- Að áliðnu vori var gerð næturheimsókn í hina kyrrlátu sveit aust- anfjalls og gerðu komumenn ekki boð á undan sér. Grár herbíll renndi í hlað á næsta bæ við dvalarstað Þjóðverjans. Út úr bílnum þustu nokkrir hermenn með alvæpni. Ruddust þeir inn í bæinn, en settu her- mann á vörð við bæjardy og var sá með brugðinn byssusting. Ekki urðu heimamenn uppnæmir fyrir hinni óvæntu heimsókn, en undruð- ust nokkuð hinn hernaðarlega viðbúnað, er var því líkastur, að verið væri að hefja áhlaup á ramlega varið virki. Virtust stríðsmennirnir vera í uppnámi og skulfu nokkuð vopnin í höndum þeirra. Heimtuðu stríðs- menn Þjóðverjann úr höndum bónda og hótuðu hörðu að öðrum kosti. Húsráðandi kvað þar engan Þjóðverja vera, sem og satt var, en hann varð að segja Bretunum, livar hans væri að leita. Óku þeir nú sem hraðast þangað ,sem Þjóðverjinn var á vist og höfðu hinn sama hátt á og lýst hefur verið, þar sem þeir komu fyrst. Sá þýzki var genginn til náða. Var með naumindum, að hann fengi ráðrúm til að tína á sig einhverjar spjarir. Varð fátt um kveður af hendi brezkra. Gáfu þeir húsráðanda í skyn, að hann nyti þess, að hann væri íslenzkur þegn og Nýtt S O S 33

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.