Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 34
svo þess, að hann mundi ekki hafa haldið Þjóðverjann bandamönnum til hrellingar, heldur mundi því trúað, að hann hefði ekki skoðað málið niður í kjölinn, er hann tók við manninum. Mun það og mála sannast, að enginn þar í sveit óskaði Þjóðverjum sigurs, en þeir töldu það víst skipta litlu fyrir gang styrjaldarinnar, livort þessi flótta- maður sýslaði við búverk austur í sveitum eða væri geymdur í brezkum fangabúðum. Daginn eftir brottnám Þjóðverjans átti niaður nokkur leið um veg- inn, sem Bretar óku með sinn langþráða fanga. í skurði utan við veginn sá hann liggja bók nokkra. Þótti honum þetta kynlegt í meira lagi, því sveitamenn eru ekki vanir að kasta bókum sínum á glámbekk og sízt af öllu í skurði eða á víðavang. Lagðist liann á skurðbarminn og veiddi upp bókina. Var hún handskrifuð, en lítt læsileg, enda gegnvot og blek- runnin. Það þekkti maðurinn til Jrýðverskrar tungu, að bókin mundi skrifuð á jjví rnáli. Hugði hann lítinn akkur í slíkum grip og henti rifrildinu út í mýri. En svo lá í Jressum óvænta bókarfundi, að Þjóð- verjinn hafði haldið dagbók. Er Bretarnir komu að óvörum fundu Jneir bókina í herbergi Þjóðverjans og gripu hana þegar.. Nokkur spölur var frá bænum á veginn Jrar sem bíllinn beið. Bretarnir munu hafa sett fangann fyrstan inn í bílinn og hent svo bókinni inn, en sjálfir farið síðastir í bílinn. Meðan á þessu stóð mun Þjóðverjinn hafa náð bók- inni, neytt færis og kastað henni í vegarskurðinn. Nú eru liðin um 20 ár síðan sá atburður gerðist, er hér hefur verið sagt frá að nokkru. Þá skeður það, að einn skipverja af Bahia Blanca verður í annað sinn gestur í höfuðborg íslands. Maður Jaessi heitir Wiliam Spitz og var yfirkyndari á skipinu. Hann er nú á togaranum Hans Pickenpack frá Hamborg. 1 desembermánuði s. 1. varð hann fyrir því óhappi að fingurbrotna. Hann var því fluttur um borð í þýzka spítalaskipið Poseidon og er skipið kom lil Reykjavíkur átti eitt dag- blaðanna í Reykjavík, Morgunblaðið, viðtal við Wiliam Spitz. Segir blaðið, að ótrúlegt sé, að maðurinn hafi nokkru að leyna um Jrá at- burði, sem skeðu fyrir tveimur áratugum og þóttu þá talsvert leynd- ardómsfullir. Wiliam Spitz stendur nú á fimmtugu og heftir verið á þýzkum tog-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.