Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 35

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 35
urum að undanförnu. Samtalið við Spitz varpar nokkru ljósi á þennan löngu iiðna atburð og tökum við okkur það bessaleyfi að birta megin- efni þess sem lokaþátt þessarar frásagnar. Fyrsta spurning blaðamannsins er þessi: — Var það rétt, að það hefði verið opnað fyrir botnlokurnar á Bahia Blanca? — Já, það er alveg hárrétt. Það var opnað fyrir þær til þess að sökkva skipinu. Jæja Jiugsar blaðamaðurinn. Voru þetta þá alltsaman samantekin ráð lijá Þjóðverjnnum, að koma fimmtu herdeild á land á íslandi? En Wiliam Spitz heldur áfrarn frásögn sinni: — Við sökktum skipinu vegna þess, að brezka beitiskipið BERWICK, sem hafði varðstöðu á sundinu milli íslands og Grænlands, var á leið- inni til okkar. Og Wiliarn Spitz heldur áfram: — Við höfðnm lagt af stað frá Rio de Janeiro, ég held, að það hafi verið seint í nóvembermánuði. Farmurinn var 180 þúsund sekkir af kaffi, 3000 föt af svínafeiti og stór farmur af kopargrýti. Það var spennandi sigling, því alltaf gat maður átt von á óvinaskipum. Við sigldum ljós- laust að næturlagi og okkur tókst að læðast upp í sundið milli íslands og Grænlands. En þar lentum við í rekís og fór það svo, kannske af því að reynt var að hraða s'iglingunni, að skipið skennndist framantil og það fór að leka. Leiddi þetta til þess, að við sendum út neyðarskeyti S O S. En það voru ekki eingöngu íslenzku togararnir, sem urðu var- ir við neyðarskeytið, heldur einnig brezka beitiskipið Berwick. Það setti á fulla ferð í áttina til okkar og hét því, að bjarga allri áhöfninni, ef hún gerði engar ráðstafanir til að sökkva skipinu. Bretarnir ætluðu að taka skipið og draga það út til Englands og nota sjálfir hinn dýrmæta farm. Þetta gátum við ekki fallizt á og opnuðum þess vegna botnlokurnar til þess að skipið félli ekki Bretum í hendur. íslenzki togarinn Hafsteinn kom til okkar á undan brezka beitiskip- inu og fórum við yfir í hann á björgunarbátum okkar. Mig minnir, að eftir að við vorum komnir í íslenzka togarann hafi Berwick krafist þess, að við værum framseldir Bretum, en íslendingarnir neitnðu því, og hurfu Bretarnir þá frá, enda var ísland þá enn hlutlaust. Nýtt S O S 35

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.