Heimilispósturinn - 24.06.1961, Síða 20

Heimilispósturinn - 24.06.1961, Síða 20
4. VERÐLAUNA KROSSCÁTA HEIMILISPÓSTSINS Þetta er 5. verSlaunakross- gáta Heimilispóstsins, en þær munu birtast í hverju blaöi eftirleiöis. Fyrir hverja krossgátu veröa veitt ein verölaun, sem eru 100 krónur, og veröur dregiö úr réttum lausnum. Lausn þessarar krossgátu þarf aö berast blaöinu fyrir 15: júli n. k. Ulanáskriftin er: HEIMILISPÓSTURINN, Skipholti 1, Reykjavík. ÁST, SEM ENDIST LENGI (Framh. af bls. 9) ég mig í örmum Péturs, dró liöfuð hans að mínu og hvíslaði dálitlu í eyra hans. Það brá ljóma yfir andlit hans. „Kata mín, ertu viss? Svona snemma? Þetta er indælt. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Hvenær skyldi erfinginn sjá dagsins ljós?“ Mér fannst hjartað í mér herpast saman. „Læknirinn sagði víst um miðjan ágúst ... “ Mig liryllti við þeirri tilhugsun, að máske væri 'það þá um seinan. Dagarnir liðu, ég gildnaði, en jafnframt tók ég eftir því, að Pétur horaðist smám saman. Fötin urðu of víð á hann, og hann varð að stytta í ólinni á armbandsúrinu sínu. Hann fór að kvarta um þreytu og minntist á, að hann þyrfti að taka inn eitthvað styrkjandi. 1 JUNI stakk læknirinn upp á því við Pét- ur, að hann kæmi til sjúkrahússins í læknis- skoðun. Þegar læknirinn kom inn í biðstof- una kinkaði hann kolli til mín alvarlegur í bragði. „Það er einmitt það,“ sagði hann. „Það lilaut að koma að þessu. Hann finnur ekkert til eins og er, en þegar að því kemur, verður honum gefið eitthvað róandi.“ Ég heimsótti Pétur daglega til sjúkrahúss- ins. Það var eins og hann smámissti sam- bandið við mig og umheiminn. Kvalastillandi lyfin sem hann fékk, fengu hann til að brosa sljólega og sofa óeðlilega mikið. Næsta stigið var hálfgert dá. Eitt kvöldið þegar ég var yfir honum, bærði hann á sér og brosti. Ég tók í hönd hans, en iæknirinn lagði þá hönd á öxl mér og leiddi mig út úr stofunni ... 20 — HEIMILISPÓSTURINN Hið stutta hjónaband okkar hafði verið sambland af sælu og sorg. Og ég mundi ekki vilja skipta á degi eða dagstund úr þvi við heila ævi með einhverjum öðrum. Barnið okkar varð drengur, og hann horfði bláum, fallegum augum í kringum sig, — bláu, skæru augunum hans Péturs sáluga pabba sins. Þegar föðurafi hans sá hann í fyrsta sinn, grét hann við rúmstokkinn hjá mér. Síðan beygði hann sig niður að mér og tók í hönd mér. „Kata, elsku Kata mín,“ sagði hann klökkur. „Þú hafðir rétt fyrir þér. Það var rétta leiðin hjá þér að giftast honum. Það var rangt af okkur að reyna að telja það úr þér. Nú er Pétur ekki með öllu dáinn okk- ur. Hann lifir í litla syninum ykkar.“ Hann rétti út titrandi arminn til að snerta litlu þriflegu höndina á sonarsyninum sínum. En hvað það gladdi mig, að hann skyldi loks sjá það, sem ég hafði alltaf verið viss um i hjarta mínu. Ég vil ekki, að neinn kenni í brjósti um mig. Ég hef misst manninn minn, það er satt. Það vissi ég löngu fyrirfram. Hinn stutti timi, sem við lifðum saman er mér ógleymanleg- ur, og þær minningar eru mér mjög mikils virði. Þegar ég veit að ung hjón eru ósátt, langar mig til að segja við þau: „Látið þið ekki svona, gerið það fyrir mig! Verið góð hvort við annað. Þið vitið ekki, hvað lengi þið fáið að vera saman.“ Stundum finn ég til einmanaleika á kvöld- in, en þá rifja ég upp samverustundirnar með Pétri. Ég man hvað ég átti oft erfitt með að dylja ótta minn, en hinar ljúfari minningar eru alltaf yfirsterkari. Ef til vill á ég eftir að giftast einhvern tíma aftur. Ég er enn mjög ung, og ég hef á tilfinningunni, að Pétur muni hafa vilia að ég giftist aftur. Ég bý í litlu húsi með son minn. önxn111 hans og afar hafa mikið dálæti á honuni, ® ég verð að halda aftur af þeim, svo þau sP1 honum ekki. En ég skil þau mætavel, því P engillinn minnir svo mjög á pabba sinn. • _ minnsta kosti finnst mér það. GLETTUR VIÐ GAMLA FRÆNKU (Framh. af bls. 7) — Eigið þér við —- að hún sé dáin? Að UU Castle sé dáin? ,• — Ég hafði gefið henni hjartastyrkjan ^ töflur, sem liún átti að taka, ef hún fengi haS eins og þetta, en hún hafði ekki tekið Þ®e' Ráðskonan sagðist ekki geta fundið Þær’ til vill hefur þetta borið alltof brátt að. ^ e þykir mikið fyrir þessu, frú Castle .. • Flame skellti símtólinu á. — Alice! grenjaði hún. Alice! ^ Gleðin, þessi nýfundna geislandi gleði, ^va _ af andliti barnsins, þegar hún heyrði hrana lega rödd móðurinnar. .g — Veskið! æpti Flame. — Hvar er ves 1 þitt? — Hva____ — Hvar er bláa veskiö þiit? -n Skyndilega sá hún það í sófanum. . rykkti því til sín og reif það upp. Hún hvo ^ því við, og geislandi, glitrandi askja Ie einn púðann. Á loki hennar var stór, rauð e ur gimsteinn. Þetta var bersýnilega alltof skrautleg aS . til að geyma töflur í.

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.