Heimilispósturinn - 24.06.1961, Síða 21

Heimilispósturinn - 24.06.1961, Síða 21
DAG NOKKURN gerðist það í Orpheum- leikhúsinu í Hollywood, að lítill fjögurra ára Patti, gekk til foreldra sinna, þar sem þau voru að æfa uppi á sviðinu og togaði í ermi föður síns. Lommér, sagði liann bænarrómi, lom- mér .. _ Hann benti inn á sviðið. Pabbi hans skildi Lann. Drenginn langaði með þeim inn á sviðið, fram fyrir fólkið. Hann tók að hlæja, en sá þá alvörusvipinn á andliti drengsins. Hann leit í sakleysisleg augu hans og sá al- voruna í þeim. Þessum hrokkinkolli gat hann ekki neitað. Þetta er upphafið að einhverri mestu harm- s°gu kvikmyndaborgarinnar. Endalokin gerðust fjörutíu-og-þrem árum síðar, árið 1961. Hrokkinkollurinn var horf- inn og sakleysisilegu augun slykjuleg af ®argra ára þjáningu. Þann 8. janúar síðast- Eðinn fluttu dagblöðin mynd af sköllóttum, roiðaldra manni. Undir henni stóð: Earnaleikarinn fyrrverandi, Jackie Coogan, ^Veir aðrir karlmenn og nektardansmær, voru * dag handtekin, grunuð um eiturlyfjanotkun, eftir að eiturlyf höfðu fundizt í íbúð Coog- an ... Fyrir þessu hefur naumast nokkurn órað, Þegar hann trítlaði fyrst upp á sviðið og skopstældi helztu skopleikara þeirra tíma, íJnr á meðai Charlie Chaplin. Áhorfendur dáðu hann. Sjálfur sat Chaplin niðri í saln Um- Hann þarfnaðist einmitt strákpatta í asestu kvikmynd sína, Strákinn. Sama kvöldið reð hann Jackie til sín, og voru byrjunar- laun stráksa sjötíu-og-fimm dollara á viku. Átta ára að aldri hafði „Strákurinn“ unnið S1g inn í hjarta hvers Bandaríkjamanns, hafði um tvö þúsund dollara laun á viku, auk sex- Hu prósent hagnaðar af kvikmyndunum, sem uann hafði leikið í. Þetta var gaman, og Jack- le Htli naut þess. Móðir hans annaðist fjár- malin, og Jackie var ánægður með sinn hlut. . Eg vann, ég var hamingjusamur. Pen- ln8ar skiptu mig engu máli. Þegar hann var 23 ára að aldri skiptu pen- mgar hann talsvert mikið meira máli. Móðir Fans hafði gifzt aftur eftir andlát föður hans, sem Jackie hafði tekið afar nærri sér, og nnnaðist enn fjármálin fyrir hann. Hún sagði nonum, að hafa engar áhyggjur, að allt væri 1 stakasta lagi. En Jackie, sem orðinn var Wóðsögn í Hollywood, fékk ekkert að gera. —• Það má vel vera, að ég sé þjóðsaga, en e& fse ekkert að gera. Eorgin, sem hann hafði átt sinn þátt í að gera fræga, var afar gleymin. Og Jackie var ekki lengur strákur. Hárið var farið að þynn- ast á höfði hans. ■ Því miður, Jackie, en það er ekkert hjá okkur. Komdu aftur seinna, sögðu kvikmynda- félögin. Ejárhagurinn var farinn að þrengjast, og Jackie varð loks að stefna móður sinni til að fá reikningsuppgjör. Blöðin gerðu sér held- Ur betur mat úr réttarhöldunum. —• Hvar eru peningarnir mínir? spurði nann aftur og aftur, ótaj sinnum. En svarið við spurningunni fékkst aldrei. að lokum fékk liann afhenta upphæðina, sein eftir var á hans nafni: 125.000 dollara. Raunar ekki sem allra verst á mælikvarða 'erkamanna, en samt sem áður engar fjórar 'nilljónir, og engan veginn nóg til að sjá l0num farborða, þegar dagar hans sem leik- ari 'úrtust taldir. Lögfræðingar hans heimt- uðu sinn hlut, og þegar öll kurl voru komin R* grafar, komst Jackie að raun um, að eftir 'oru aðeins þrjátíu þúsund doilarar. Ekki ^úskiidingur framyfir. Þá missti ég hárið, sagði hann. Og fyrir leikara að missa hárið um þrí- tugt er enn verra en að missa peninga sína. Þá kom stúlka til sögunnar, og Jackie gleymdi vandræðum sínum um skeið. Hún hét Batty Grable, og hún var á uppleið. Jackie á’eit sig geta slegizt í för með henni. Þau giftu sig, en það var ekkert að gera, engar tekjur, og hjónabandið fór út um þúfur. Betty hélt áfram upp á frægðartindinn, og þótt þau væru ekki lengur hjón, óskaði Jack- ie henni alls hins bezta. Og hún vænti þess, að hann fyndi sjálfan sig að nýju. — Ef ég fæ ekkert að gera við leik, þá get ég að minnsta kosti sýnt, að ég sé ekki algjör ræfill, sagði hann við vini sína. Hann fór að selja flugvélar. Heimsstyrjöld- inni síðari var nýlokið, og Jackie, sem verið hafði svifflugmaður, áleit sig mundu geta selt eftirhreytur stríðsára, sem reyndust falla jafn- fljótt í gleymsku og frægð hans áður fyrr. -— Það var ekki margir, sem liöfðu áhuga fyrir gömlum flugvélum, andvarpaði hann. En hann gafst ekki upp. Þá datt honum í liug, að loftræstikerfi i eldhús kynnu að geta selzt betur en gamlar flugvélar. Þetta brást líka. Svo giftist liann stúlku, sem hét Flow- er Parry, og hann var hamingjusamur, en dag nokkurn lauk því hjónabandi. Hann reyndi að vekja nafnið Coogan til lífs að HEIMILISPÓSTURINN — 21

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.