Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 43

Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 43
35 baunum, bökuðum kartöflxam og gesta salati. Eftirréttur: Gómsætur ban- ana réttur. "LAXA"BÚÐINGUR 1/2 bolli hnetusmjör 1 bolli tómatsafi 2 msk. smjörlíki 2 msk. saxaður laukur 1 bolli brauðmylsna 2 msk.persillu (má sleppa) 1 tsk.salt 2 egg 1 bolli rifnar gulrætur Hnetusmjörið er hrært með tómatsafantam. Laukur og persilla er soðið í smjör- líkinu. (ekki brúnað) Öllu er blandað saman. Bakað við 350°F í 45-50 mínútur. GESTASALAT 2 pk.lime jello leystir upp í 1 bolla sjóðandi vatni. 1 bolli hrært skyr sett saman við þegar jelló-ið er farið að kólna. Þeytt í hrærivél í ca.5 mín. 1 peli af rjóma er stíf- þeyttur. 1 dós marinn anan- as (chrushed pineapple). Ananasinn og rjóminn eru látin í og síðan er þetta látið í fallega skál og geymt á köldum stað til næsta dags. GÓMSÆTUR BANANARÉTTUR 1 peli rjómi, þeyttur Sett í lög í skál þannig: Fyrst sett eitt lag af maríúkexi (eða öðru svipuðu) SÍðan eitt lag af niður- skornum bönunum. Þá lag af þeyttum rjóma. Endurtekið, rjóminn hafður efst. Sett í ísskáp yfir nóttina. Það sem við getum gert á föstudeginum: "LAXA"BÚÐINGUR: Undirbúinn og geymdur í ísskáp. GESTASALAT: Útbúið og sett í ísskápinn. GÓMSÆTUR BANANARÉTTUR: Útbúinn og geymdur í ísskáp. Kartöflurnar skrubbaðar og þerraðar. Á hvíldardeginum: Áður en þú ferð til kirkju setur þú búðinginn og kart- öflurnar i ofninn. Ef þú hefur ekki tímastilli á ofninum þínum er mátulegt að setja hann á 200°F eða 140°C. Þegar þú kemur heim úr kirkjunni er allt til- búið að fara beint á borð- ið. Þá er tilvalið að bjóða einhverjum gesti með sér heim. Með kartöflunum er hægt að bera fram sýrðan rjóma eða smjör.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.