Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 26

Sagnir - 01.06.2006, Page 26
tr • offfíurýannstýaffecjtf>aö semJieim jannst Jjétt... listkaupenda.15 Þessi umtnæli Selmu sýna vel ráðandi viðhorf, þ.e. að það skipti miklu máli að listamaður félli að þeim kröfum sem markaðurinn gerði. Einnig voru þær hugmyndir nokkuð ríkjandi að list ætti að vera söluvæn. Sala á listaverkum væri góður mælikvarði á hæfileika listamannsins. Abstraktlistin hafði átt sitt blómaskeið mun fyrr erlendis eða á íyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Því er það nokkuð merkilegt að þrátt fyrir að komið hafi verið fram á áttunda áratuginn var abstraktlistin enn helsta viðmiðið í íslenskri myndlist. Einkuin meðal embættismanna en síður meðal listamannanna sjálfra. Þetta viðhorf má greina þegar skoðuð er stefna ríkisins, til að mynda innkaupastefna Listasafns Islands. Einnig komu opinber viðhorf skýrt fram árið 1972 þegar Svavar Guðnason (þá 63 ára) og Þorvaldur Skúlason (þá 66 ára) voru sendir sem fúlltrúar íslands á Feneyjatvíæringinn, Biennale di Venezia.16 jjístin sneaiff samýefaj/sins Erlendis hölðu ymsar stefnur skotið rótum á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar. Meðal helstu listastefna á þeim tíma má nefna popplistina sem hafði það að meginmarkmiði að afmá rnörkin á milli lágmenningar og hámenningar.17 Einnig gjörningar (e. happenings) og umhverfislist sem, þegar fór að líða á sjöunda áratuginn runnu einkum saman við aðra strauma og úr varð alls kyns gjöminga- og landslagslist. Fluxus-listin var enn ein grein af meiði nýlistarinnar. Leiðarljós hennar var að finna tengslin á milli listarinnar og lífsins sjálfs, oft á nokkuð pólitískan máta. Oftar en ekki gekk hugmyndafræðin að baki þessum nýju stefnum út á það að vinna gegn hvers kyns sölugildi lista. Ætlunin var að vinna gegn ríkjandi hugmyndum um fagurlist. 18 í lok sjöunda áratugarins varð til stefna sem má segja að hafi sameinað áðumefndar greinar nýlistar (e. Contemporary Art) undir heitið hugmyndalist (e. Conceptual Art).19 Málaralistin varð mun minna áberandi á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar en áður, einkum vegna breyttra hugmynda um listir. I kjölfar þessara nýju hugmynda fór málaralistin í gegnum gagnrýnið endunnat sem síðan stuðlaði að uppgangi hennar í upphafi níunda áratugarins.20 Þessar stefnur ásamt öðram straumum skiluðu sér inn íslenska myndlist og þá helst i verkum ungra listamanna sem höfðu dvalið erlendis við nám. Einnig hafði svissneski nýlistamaðurinn Dieter Roth, sem hér bjó um nokkurt skeið, mikil áhrif þegar kom að því að kynna nýja strauma og stefnur hér á landi, einkum á miðjum sjöunda áratugnum.21 Nokkrir þessara listamanna, sem störfuðu undir merkjum nýlistar, höfðu árið 1965 stofnað með sér félag undir heitinu SUM. Félagið átti stóran þátt í þeim breytingum sem urðu í íslensku listalífi í upphafi áttunda áratugarins, enda höfðu félagamir unnið ötult starf frá stofnun þess. Segja má að það starf hafi farið að skila sér inn í íslenskan myndlistarheim á árinu 1972 og árin þar á eftir. Meðal félaga í SUM vom Jón Gunnar Amason, Gylfi Gíslason, Kristján og Sigurður Guðmundssynir, Sigurjón Jóhannsson, Hreinn Friðfinnsson, Magnús Tómasson, Hildur Hákonardóttir, Róska og Guðbergur Bergsson. í lögum SÚM frá árinu 1968 er greint frá markmiði SÚM. Það var að „efla allar þær greinar, sem félagið telur að falli undir „myndlist” og vinna gegn hvers konar einokun opinberra aðila og félaga á listum. Félagið beiti sér einnig fyrir aukinni alþjóðlegri samvinnu á sviði lista og auknum félagslegum réttindum listamönnum til handa“.22 Úr þessu má lesa að félögum í SÚM hefur þótt íslenskt myndlistarlíf staðnað og erfitt fýrir listamenn af yngri kynslóðinni að koma sér á ffamfæri. Einnig álitu þeir að íslensk myndlist væri úr takti við alþjóðastrauma í myndlist og nauðsyn væri að koma þar á tengslum. Það er í takt við þróun myndlistar árið 1972 að listamenn á þrítugs- og fertugsaldri snéra baki við abstraktlist sem var orðin viðurkennd verslunarvara. Listamenn af yngri kynslóðinni risu upp gegn ríkjandi hugmyndum um listaverk sem söluvöru og að listamenn ættu að fara að kröfúm markaðarins. A sama tíma og verið var ræða forgengileika náttúrunnar sjálfrar og vemdun hennar urðu til verk úr lífrænum eða forgengilegum efnum sem ekki entust nema í nokkra klukkutíma. Listaverkin vom ekki eins „notendavæn“ og áður. Með nýjum stefnum i myndlist fóm listamenn nýjar leiðir í notkun á miðlum og aðferðum. Að mati yngri listamanna var nauðsynlegt að tengja listina menningarlífinu og samfélaginu almennt. Hildur Hákonardóttir ritaði grein í Þjóðviljann og taldi brýnt „að tengja [listina] öðram þáttum menningarlífs og þjóðmálum. Við hin pólitisku skil 1971 komu ffam myndlistarverk, sem sýndi viðbrögð listamanna við þeim atburðum, sem vora að gerast í samfélaginu “. Á áranum 1971-1974 var vinstristjóm starfandi á Islandi og komu þjóðfélagshræringar skýrt fram í myndlist nokkurra listamanna í SÚM. Einkum átti það við um Tryggva Olafsson, Rósku og Jón Gunnar Ámason en einnig komu áhrif úr þjóðmálaumræðunni fram í verkum Magnúsar Tómassonar og Sigurðar og Kristjáns
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.